Gagnlegar upplýsingar um skatta

Á hverju ári gefur skatta- og lögfræðisvið KPMG út bækling um skatta, eða upplýsingar um skattmál einstaklinga og rekstraraðila. Hér má nálgast skattabæklinginn 2014.

Mikinn fróðleik er að finna í þessari tæplega 50 síðna handbók. Það er þarft verkað reyna að koma á framfæri upplýsingum úr skattalögum á skiljanlegu og einföldu máli.

Fleira fróðlegt lesefni er að finna á vef KPMG undir „Útgefið efni”, en gott dæmi um flækjustig íslenska skattkerfisins er bæklingur KPMG „Starfstengd hlunnindi og styrkir 2013″ – alls 32 blaðsíður.

lesa áfram

Ný bók um skatta og tekjudreifingu

Almenna bókafélagið hefur gefið út áhugaverða bók fyrir allt áhugafólk um skatta; Tekjudreifing og skattar. Bókin er gefin út að tilstuðlan og með tilstyrk RSE, Rannsóknarsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál.

Bókinni er skipt upp í þrjá hluta;

  • Hluti I – Tekjudreifing

Ragnar Árnason                    Ævitekjur og tekjudreifing

Birgir Þór Runólfsson           Fátæki í alþjóðlegum samanburði

Hannes H. Gissurarson         Fátækt á Íslandi 1991 – 2004

Helgi Tómasson                     Nokkur atriði um launadreifingar

  • Hluti II: Skattar og skattbyrði

Ragnar Árnason                    Raunveruleg skattbyrði

Axel Hall                                 Dansað á línunni

Axel Hall                                 Norrænt í báða enda?

  • Hluti III: Skattar og tekjujöfnun

Arnaldur S. Kristjánsson      Raunverulegur jaðarskattur og tekjudreifing

Ragnar Árnason                    Jöfnunaráhrif tekjuskatta

Bókin er góð lesning öllum þeim sem vilja taka þátt í vitrænni umræðu um skattamál og tekjudreifingu óháð því hver afstaðan er til þess hvert skattstigið skuli vera.

RNH, rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt, heldur málst0fu 24. október nk. í samvinnu við Samtök skattgreiðenda um tekjudreifingu og skatta – nánari umfjöllun síðar.

 

lesa áfram

Snúið af leið ríkisafskipta og forsjárhyggju

Út er komin hjá Institute of Economic Affairs bókin A U-Turn on the Road to Serfdom. Bókin byggir annars vegar á fyrirlestri Grover Norquist (Hayek Memorial Lecture), sem hann flutti hjá IEA árið 2013 og hins vegar á þremur greinum sem tengjast beint fyrirlestrinum. Þá er að finna spurningar sem bornar voru fram í loks fyrirlestrarins og svör Grover Norquist við þeim.

Fyrirlestur Norquist nefndist; A U-turn on the road to serfdom: prospects for reducing the size of the state.013, og hins vegar á greinum sem leggja út af fyrirlestri hans. Grover Norquist er stofnandi samtakanna Americans for Tax Reform, eða ATR, sem er sterk hagsmunasamtök skattgreiðenda í Bandaríkjunum.

Aðrar greinar í bókinni eru The modern Leviathan state, its growth and consequences eftir David B. Smith, Taxpayers for discal decentralisation eftir Matthew Sinclair og loks Fostering a European “leave us alone” coalition eftir svíann Nima Sanandaji.

Bókina má fá ókeypis á pdf skjali á heimasíðu Institute of Economic Affairs.

 

lesa áfram

Ný bók um ríkisfjármál og skatta

IEA hefur gefið út bókina Sharper Axes, Lower Taxes eða Big Stepa to a Smaller State, sem útleggja mætti sem Stærri skref að minna ríki. Bókin er greinasafn frá 11 fræðimönnum sem ritstýrt er af Philip Booth. Höfundar fjalla um tengsl hagvaxtar við aukna skattheimtu og umsvif ríkisins, breytt hlutverk hins opinbera undanfarna áratugi og hvernig takast megi á við óhjákvæmilegan niðurskurð ríkisútgjalda. Höfundum er ekkert heilagt í þeim efnum og koma fram með margar nýjar og róttækar hugmyndir um breytingar á velferðarkerfinu, heilsugæslunni, menntakerfinu o.s.frv.

Góð bók fyrir alla áhugamenn um sjálfbæran rekstur hins opinbera og minni afskipti þess af daglegu lífi okkar. Eðlilega er hér einblínt á umsvif ríkisins í Bretlandi, en margar hugmyndir höfunda eigi ekki síður við hér á landi.

Bókina er hægt að fá á amazon.co.uk eða panta beint frá IEA. En á heimasíðu IEA er einnig boðið upp á ókeypis niðurhal á bókinni eða úrdrátt úr henni.

lesa áfram

Hughreystandi bók (fyrir stjórnmálamenn)

Bandalag skattgreiðenda í Bretlandi, The Taxapayers´ Alliance, hefur staðið fyrir útgáfu bóka, jafnt sem ógrynni greina um skattamál. Árið 2010 gáfu samtökin t.d. út í samstarfi við Biteback útgáfuna bókina:

How to cut public spending (and still win  an election) sem ritstýrt er af Matthew Sinclair, framkvæmdastjóra The Taxpayers´ Alliance.

Í bókinni er, eins og við er að búast, einblínt á hið opinbera í Bretlandi, en jafnframt tekin dæmi frá öðrum löndum. Sérstaklega er áhugaverð fyrir íslendinga grein eftir Jan Henriksson, sem starfaði sem ráðgjafi Göran Persson þegar hann tók við fjármálaráðuneytinu í sænsku ríkisstjórninni 1994. Á þeim tíma blasti við Svíium mikill fjárlagahalli, viðskiptahalli og verðbólga, sem tekið var á af krafti af sænskum krötum. Jan Henriksson bendir á 10 atriði sem séu nauðsynleg til að taka á niðurskurði í ríkisfjármálum.

Samtök skattgreiðenda hyggjast gefa íslenskum stjórnmálamönnum eintak þessarar bókar fyrir næstu kosningar. Viltu þú taka þátt í slíkri bókagjöf?  Láttu okkur vita í tölvupósti; uppl@skattgreidendur.is.

lesa áfram

Bækur um hagfræði og skattamál

Fjöldi bóka hefur komið út á íslensku sem fjalla að hluta, eða í heild, um skattamál. Nokkrar bækur má nefna, en frekar verður fjallað um bækur, rannsóknir, greinar og aðra umfjöllun í pistlum hér á heimasíðu Samtakanna þegar fram í sækir.

Bækur sem kenna ætti í Hagfræði 101:

Ábyrgðarkver. Bankahrun og lærdómurinn um ábyrgð eftir Gunnlaug Jónsson

Hagfræði í hnotskurn eftir Henry Hazlitt

Áhrif skattahækkana á hagvöxt eftir Hannes H. Gissurarson

Umfjöllun um eitt stærsta mál Íslandssögunnar þegar íslensku skattgreiðendum var ætlað að taka á sig afleiðingarnar af gjaldþroti einkabanka:

Icesave samningarnir – Afleikur aldarinnar eftir Sigurð Má Jónsson

lesa áfram

efst