Monthly Archives: October 2013

Glittir í raunverulega samkeppni um skatta?

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur lýst yfir þeirri skoðun sinni að heimila beri sveitarfélögum að fella niður að fullu fasteignaskatta kjósi þau að gera svo. Og jafnframt að reglum um úthlutun úr jöfnunarsjóð sveitarfélaga verði breytt með þeim hætti að ekki virki letjandi á lækkun skatta.

Samhliða þessu er hún nú með í smíðum frumvarp sem afnemur lágmarksútvar sveitarfélaga í sæmræmi við stjórnarsáttmála Framsóknar – og Sjálfstæðisflokks.

Þetta eru ánægjuleg tíðindi fyrir alla skattgreiðendur þar sem þessar breytingar eru forsenda raunverulegrar samkeppni sveitarfélaga í skattamálum. Mikilsvert er að styðja innanríkisráðherra í þessu máli.

 

 

lesa áfram

Hættum að fóðra tröllið: Varnarbarátta skattgreiðenda

Dr. Daniel Mitchell, sérfræðingur í skattamálum hjá Cato stofnuninni í Washington, heldur fyrirlestur á vegum Samtaka skattgreiðenda í samvinnu við RNH, Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt, og AECR, Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna.

Fyrirlestur Dr. Mitchell mun fjalla um tröllaukin ríkisútgjöld í hinum vestræna heimi og mikinn vöxt þeirra í aðdraganda fjármálakreppunnar sem og í kjölfar hennar, undir yfirskriftinni; Starving the Beast. Dr. Mitchell mun einnig fjalla um Laffer kúrvuna svonefndu en samkvæmt henni minnka skattstofnar eftir því sem skattar hækka, svo skattahækkanir skila því ekki þeim tekjum sem til er ætlast. En háir skattar hafa hisn vegar margvísleg önnur skaðlega áhrif á vöx og viðgang efnahagslífsins.

Fundurinn verður haldinn í stofu N-132 í Öskju Háskóla Íslands mánudaginn 4. nóvember nk. kl. 12 – 13.

Dr. Daniel Mitchell lauk prófi í hagfræði frá háskólanum í Georgíufylki og doktorsprófi í hagfræði frá George Mason háskólanum í Virginíu. Hann vann fyrir fjárlaganefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings og fyrir Heritage foundation stofnunina í Washington áður en hann hóf störf hjá Cato stofnuninni. Ásamt því að greinaskrifum og fyrirlestrahaldi um skattamál hefur hann einnig skrifað bók, í samtarfi við Chris Edwards, um skattamál, sem út kom árið 2008; Global Tax Revolution – The Rise of Tax Competition and the Battle to Defend It.

lesa áfram

NEI við kröfum KSÍ

Loks kom að því að sveitarstjórnarmaður benti á hið augljósa; að kröfur KSÍ til áhorfendaaðstöðu liða í efri deildum knattspyrnunnar eru fásinna Og þess valdandi að skattgreiðendur eru látnir borga fyrir misráðnar og illa nýttar fjárfestingar. Kominn er tími til að vísa þessum kröfum til föðurhúsanna og krefjast þess að annað tveggja gerist; að KSÍ fjármagni framkvæmdirnar, eða að kröfunum verði breytt.

Að byggja yfir  áhorfendaaðstöðu þar sem leiknir eru 11 leiknir á ári og að meðaltali innan við 1.000 manns sækja er auðvitað fráleitt.  En lið sem komast í efstu deild karla í knattspyrnu búa við þetta skilyrði.  Fyrsta deildin sleppur aðeins betur, en litlu þó.

Ef lið nær þeim árangri að komast í efstu deild karla er heimilt að veita því undanþágu á fyrsta ári, og e.t.v. lengur, en fyrr eða síðar mun þurfa að byggja yfir áhorfendasvæðið að kröfu KSÍ. Að sjálfsögðu hafa fá íþróttafélög bolmagn til slíks og því er leitað til sveitarfélagsins. Þrýstingur er á sveitarstjórnarfólk frá aðstandendum íþróttafélagsins. Og enginn sveitarstjórnarmaður vill vera talinn vinna gegn íþróttastarfi.  Það er því ástæða til að taka undir þegar formaður bæjarráðs Akureyrar bendir á hið augljósa; að það er fásinna að að verja 100 milljónum í þak á stúku.

KSÍ ber fyrir sig reglur frá UEFA, en jafnvel knattspyrnusamband Evrópu sæi í gegnum fingur sér fyrir 300 þúsund manna þjóð. Og sérstaklega þegar haft er í huga að engin dæmi eru á Íslandi um þaun vandamál sem upphaflega komu af stað ströngum kröfum um gerð um umbúnað knattspyrnuleikja; ofbeldi með áhangenda.

lesa áfram

Fjárlagafrumvarpið; hænuskref í rétta átt

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur nú lagt fram sitt fyrsta fjárlagafrumvarp. Þrátt fyrir ýmis jákvæð teikn verður að segjast að frumvarpið veldur vonbrigðum.

Meðal þess sem telja má jákvæða þætti þess er örlítil lækkun milliþreps í tekjuskatti, tilfærslur í stimpilgjöldum sem skattleggur ekki endurfjármögnun, minniháttar lækkun tryggingagjalds og loforð um hagræðingu í stofnanflóru hins opinbera. Og niðurstaða framvarpsins jákvæð í samanburði við síðustu fimm ár, ef það heldur, og á að skila ríkissjóði hallalausum í fyrsta sinni í fjölda ára.

En í frumvarpinu er ekki að finna neina nýja hugsun, enga tilraun til að takmarka sjálfkrafa vöxt hins opinbera. Þannig fær fjöldi stofnana, sem ekki teljast til grunnþjónustu hins opinbera, reiknaðar verðlagshækkanir. Ef ekki er til staðar pólítískur vilji, eða kjarkur, til að skera niður er auðveldasta leiðin til að takmarka vöxt að láta útgjöldin ekki fylgja verðlagshækkunum. Þá veldur það verulegum vonbrigðum að hækka á útvarpsgjaldið, skatt til stofnunar sem er orðin fullkomin tímaskekkja

Fróðlegt væri fyrir almenning að gefa sér eina kvöldstund eða svo til að glugga í frumvarpið, sem er öllum aðgengilegt hér, og sjá hversu víða hið opinbera kemur við og hversu kraftar þess eru dreifðir og margar útréttar hendur sem gera kröfu til þess að geta sótt fé til til skattgreiðenda.

 

lesa áfram

efst