Monthly Archives: November 2013

Vestmannaeyingar lækka líka útsvarið

Í frétt í Viðskiptablaðinu kemur fram að í fjárhagsáætlun 2014 fyrir Vestmannaeyjabæ sé gert ráð fyrir lækkun útsvars í 13,98%. Er þetta annað sveitarfélagið sem tilkynnir lækkun útsvars nú síðustu daga. Í nýlegri úttekt Viðskiptablaðsins kemur jafnframt fram að undanfarin ár hafi fjárhagsstaða margra sveitarfélaga batnað verulega og er ánægjulegt að sum þeirra nýta nú aukið svigrúm til að lækka skatta á þessu kjörtímabili.

Reykjavíkurborg, sem helst ætti að njóta stærðarhagkvæmni, hefur hins vegar hækkað skatta og gjöld verulega á kjörtímabilinu og skýtur þar skökku við. Þá hefur það sveitarfélag sem helst hefur verið litið til sem fyrirmyndar í rekstri og skattaálögum, Seltjarnarnes, einnig hækkað útsvar á kjörtímabilinu, þó ekki sé í takt við Reykjavíkurborg.

Mikilvægt er að á næstunni standi ríkisstjórnin við þá ætlun sína að afnema lægri mörk útsvars og fasteignaskatta og jafnframt sjá til þess að jöfnunarsjóður sveitarfélaga refsi ekki þeim sveitarfélögum sem taka til í rekstri sínum og veita skattgreiðendum hlutdeild í betri afkomu.

lesa áfram

Grindavíkurbær lækkar útsvar

Grindavík telur sig nú vera fjárhagslega best setta sveitarfélag landsins. Og hefur nú lækkað útsvarsprósentuna úr 14,28% í 13,99%. E.t.v. ekki merkileg eða mikil lækkun, en vissulega í rétta átt. Góða stöðu bæjarins má að nokkru þakka söluna í HS Orku, en augljóst af fréttum frá bænum að í stað þess að lækka enn frekar skatta er ætlunin að nota það fé í framkvæmdir á komandi árum. Því mætti spyrja hvort ekki hefði frekar verið ástæða til að lækka enn frekar skatta. Lesa má frétt af vef bæjarins hér.

En þakka ber alla tilburði til að skilja stærri hlut af aflafé fólks í umsjá þess sjálfs. Það viðhorf stjórnmálamanna að illa sé farið þegar skattstofnar eru „vannýttir”  ber aðeins vitni um hroka þeirra. Hroka þess sem telur sig hafa meira vit á því hvernig best sé að ráðstafa annarra manna aflafé en það sjálft.

Hvert prósent í útsvari fyrir laun upp á 450 þúsund á mánuði þýðir einfaldlega 54 þúsund krónur í skatt á ári. Það munar um minna.

lesa áfram

efst