Monthly Archives: January 2014

Dýrt bíó fyrir skattgreiðendur

Bíó Paradís nýtur sérstaks velvilja meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur. Þannig hefur meirihlutinn styrkt Bíó Paradís um alls 36,5 milljónir á árunum 2010 – 2013. Og meira að segja skuldbundið borgina inn í framtíðina til að styrkja þetta kvikmyndahús um aðrar 29 milljónir (14,5 milljónir hvort ár, 2014 og 2015).

Þessu til viðbótar mun borgin nú ætla að styrkja sérstaka kvikmyndahátíð á vegum Bíó Paradísar um 8 milljónir. Styrkur þessa árs mun því alls nema 22,5 milljónum króna. Skattgreiðendum verða bíómiðamiðarnir í þetta meinta „heimili kvikmyndanna” því dýrir á þessu ári.

Algjörlega er óskiljanlegt hvers vegna Reykjavíkurborg á að veita þessum fjárhæðum í kvikmyndahús þegar aðgengi alls almennings að kvikmyndum er jafn auðvelt og raun ber vitni.

Nú þegar styrkir Reykjavíkurborg Tjarnarbíó þar sem hægt að sýna kvikmyndir en er jafnframt aðsetur ýmissa sjálfstæðra leikhópa. Og ríkið rekur þess utan Bæjarbíó (Kvikmyndasafn Íslands).

 

lesa áfram

Útsvarshækkun heimiluð

Leyfilegt hámarksútsvar sveitarfélaga á árinu 2014 var hækkað úr 14,48% í 14,52% og má sjá lista yfir úrsvarshlutfall sveitarfélaga hér. Langflest sveitarfélög nýttu sér þessa heimild, þar með talin sveitarfélög á Reykjavíkursvæðinu sem hingað til hreykt sér af lægra útsvari en gengur og gerist.

Þess þarf að geta að mörg sveitarfélög eiga erfitt um vik þegar kemur að lækkun útsvarsins. Reglur jöfnunarsjóðs sveitarfélaga eru með þeim hætti að nýti sveitarfélag sér ekki hámarksútsvar  missir það allan rétt til úthlutunar úr jöfnunarsjóði. Þessu hefur núverandi innanríkisráðherra lofað að breyta. Fróðlegt verður að fylgjast með hverjar efndir verða í því máli. Sveitarfélag eins og t.d. Árborg, sem tekið hefur verulega vel til í sínum fjármálum, kýs þannig frekar að lækka fasteignagjöldin en útsvarið þegar reksturinn gefur tilefni til.

En sveitarfélög eins og Garðabær og Seltjarnarnes sem hreykt hafa sér af lægri útsvarsprósentu en gengur og gerist nýttu sér bæði heimild til hækkunar. Veldur það miklum vonbrigðum.

Þess má svo geta að lokum að ríkisstjórnin sem lofaði skattalækkunum og afturhvarfi frá skattastefnu fyrri ríkisstjórnar hefur með þessu hækkað efsta þrep tekjuskattsins hjá þeim skattgreiðendum sem búa í sveitarfélögum sem hækkuðu útsvarið um þessi 0,04%.

 

 

 

lesa áfram

efst