Monthly Archives: September 2015

Ríkisreikningur 2014 – enn aukast útgjöldin

Ríkisreikningur 2014 er kominn út. Nálgast má útgáfuna hér á vef Fjársýslu ríkisins. Ekki er líklegt að útgáfan teljist léttur skemmtilestur, en fróðlegt er þó að líta á hversu víða ríkið kemur við í útgjöldum. Lítinn árangur er að sjá af starfi allra þeirra sem áhuga hafa á „hagræðingu” hjá hinu opinbera.

Strax má sjá á töflu yfir fjármál ríkissjóðs 2014 og 2013 að tekjur hafa aukist mikið og útgjöldin ekki síður. Ástæða er til að fagna jákvæðri niðurstöðu, en hins vegar hafa áhyggjur af því að sú niðurstaða er fyrst og fremst fengin með hærri skatttekjum, ekki með samdrætti eða aðhaldi.

Yfirlit 1. Fjármál ríkissjóðs 2014 og 2013

Yfirlit 1. Fjármál ríkissjóðs 2014 og 2013

Og hér má einnig sjá að umfang ríkissjóðs sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu er að aukast verulega. Ætla mætti að ríkisstjórn mið- og hægriflokks væri á annarri vegferð en hér getur að líta.

Lykilstærðir í fjármálum ríkissjóðs 1995 - 2014

Lykilstærðir í fjármálum ríkissjóðs 1995 – 2014

lesa áfram

Niðurgreiðsla farseðla til útlanda?

Það virðist fátt sem ekki er hægt að réttlæta í nafni „byggðastefnu”. Ekki hefðu þó margir látið sér til hugar koma að niðurgreiddar utanlandsferðir teldust þar með. En nú hefur nefnd á vegum hins opinbera (ef marka má Fréttablaðið) fundið flugfélag sem er tilbúið til að fljúga milli Egilsstaða og Gatwick svo fremi að ríkið leggi félaginu til fé. Og þeirri hugmynd virðist vel tekið.

Fréttablaðið forsíða 22. sept. 2015

Fréttablaðið forsíða 22. sept. 2015

Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar tekur undir þesssa hugmynd, rétt eins og aðrar hugmyndir sem veita ferðaþjónustunni sérstakar ívilnanir umfram aðrar atvinnugreinar.

Forsvarsmenn Samtaka ferðaþjónustunnar átti sig ekki á því að sjálfsprottin atvinnugrein eins og ferðamannaiðnaðurinn á mikið að þakka takmörkuðum afskiptum ríkisins af greininni. Þessari atvinnugrein, eins og öðrum, vegnar best þegar almennt skilyrði eru góð s.s. lágir skattar, atvinnufrelsi og hófstillt regluverk. Að taka vel hugmyndum um að skekkja samkeppnisstöðu með sérstökum ívilnunum er auðvitað til þess fallið að grafa undan heilindum í málflutningi samtakanna.

En kannski má skoða þessa afstöðu í ljósi sjónarmiða sömu samtaka um lægri skatta á þjónustu þeirra og vörur (umfram aðrar greinar), viðhald ferðamannastaða á kostnað skattgreiðenda og ívilnana fyrir stórar bílaleigur svo einhvers sé getið.

lesa áfram

efst