Bandalag skattgreiðenda í Bretlandi, The Taxapayers´ Alliance, hefur staðið fyrir útgáfu bóka, jafnt sem ógrynni greina um skattamál. Árið 2010 gáfu samtökin t.d. út í samstarfi við Biteback útgáfuna bókina:

How to cut public spending (and still win  an election) sem ritstýrt er af Matthew Sinclair, framkvæmdastjóra The Taxpayers´ Alliance.

Í bókinni er, eins og við er að búast, einblínt á hið opinbera í Bretlandi, en jafnframt tekin dæmi frá öðrum löndum. Sérstaklega er áhugaverð fyrir íslendinga grein eftir Jan Henriksson, sem starfaði sem ráðgjafi Göran Persson þegar hann tók við fjármálaráðuneytinu í sænsku ríkisstjórninni 1994. Á þeim tíma blasti við Svíium mikill fjárlagahalli, viðskiptahalli og verðbólga, sem tekið var á af krafti af sænskum krötum. Jan Henriksson bendir á 10 atriði sem séu nauðsynleg til að taka á niðurskurði í ríkisfjármálum.

Samtök skattgreiðenda hyggjast gefa íslenskum stjórnmálamönnum eintak þessarar bókar fyrir næstu kosningar. Viltu þú taka þátt í slíkri bókagjöf?  Láttu okkur vita í tölvupósti; uppl@skattgreidendur.is.