Í Viðskiptablaðinu 15. október er birt niðurstaða könnunar sem blaðið gerði þar sem spurt var: Þykir þér sú upphæð sem þú greiðir í skatta og lág, hæfileg eða of há? Niðurstaðan þarf ekki að koma á óvart, en 67,3% telja að skattarnir sem þeir greiða séu of háir.

Skoðanakönnun VB
En hvernig væri þá niðurstaðan ef skattgreiðendum væri raunverulega kunnugt um hversu háa skatta þeir greiða? Sýnilegar skattgreiðslur eru aðeins hluti þess sem hið opinbera tekur til sín og ráðstafar fyrir hönd okkar allra. Þannig sýslar hið opinbera með nánast helming þjóðartekna. Og skattar sem hlutdeild af vergri þjóðarframleiðslu hafa farið vaxandi síðustu þrjú ár.

Það er kappsmál fyrir skattgreiðendur að skattar verði gerðir sýnilegri og þrýstingur aukist þannig á stjórnmálamenn að fara betur með og draga út útgjöldum.

En merkasta niðurstaða þessarar könnunar er þó sú að aðeins 3,8% aðspurðra telja skatta og lága og gefur það von um að mikil samstaða sé meðal kjósenda um að skattar beri frekar að lækka en hækka. Reyndar kemur í ljós að hæsta hlutfall þeirra sem telja skatta of lága er að finna í aldurshópnum 18 – 24 ára, en stærstur hluti þess aldurshóps er við nám og greiðir því nánast enga skatta!