Dr. Daniel Mitchell flytur fyrirlestur um stighækkandi tekjuskatt og eignaskatt, „The Case for the Flat Tax,“ á vegum Samtaka skattgreiðenda og Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt í háskólatorgi í Háskóla Íslands, stofu HT-102, föstudaginn 16. nóvember kl. 12–13. Fundarstjóri verður Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda. Í fyrirlestrinum mun dr. Mitchell meðal annars fara yfir og ræða ýmsar skattahækkanir núverandi ríkisstjórnar Íslands.

dr. Daniel Mitchell

Dr. Daniel Mitchell lauk B. A. prófi og M. A. prófi í hagfræði frá Georgia-háskóla og doktorsprófi í hagfræði frá George Mason-háskóla í Virginíu og var eftir það hagfræðingur hjá fjárlaganefnd Öldungadeildar Bandaríkjanna og sérfræðingur hugveitunnar Heritage Foundation í Washington-borg í skattamálum. Hann er nú helsti sérfræðingur hugveitunnar Cato Institute í Washington-borg í skattamálum. Hann hefur skrifað bók um flatan tekjuskatt, en einnig margar ritgerðir og greinar, meðal annars í Wall Street Journal og New York Times. Hann hefur komið nokkrum sinnum til Íslands og skrifað um íslenska skattkerfið.