Samtökin auglýsa fyrir komandi kosningar

Nú fyrir kosningar hafa Samtök skattgreiðenda safnað fé til að vekja athygli á baráttu sinni fyrir lægri sköttun, betri ráðstöfun skattfjár og mikilvægi þess að skuldir hins opinbera verði greiddar niður.

Stuðningsaðilar hafa brugðist vel við og næstu tíu dögum verður auglýst í blöðum, vefmiðlum og í útvarpi.

Kjósendur þurfa að veita flokkunum aðhald og snúa umræðunni frá óraunhæfum yfirboðum til raunhæfra aðgerða til að auka hagvöxt, fjölga störfum í gegnum auknar fjárfestingar og til breyttrar forgangsröðunar í útgjöldum hins opinbera. Og breytingar á skattkerfinu eru forsenda aukinnar verðmætasköpunar.

 

Efst

Ummæli

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

top