Sjálfstæðisflokkurinn var með spurningu nýlega í þjóðarpúls Capacent þar sem spurt var: Finnst þér að skattar á Íslandi séu almennt of háir eða of lágir? Skemmst er frá að segja að 81,8% aðspurðra töldu skattana heldur of háa eða allt of háa, 16,0% að þeir væru hvorki né, en 2,2 % að þeir væru heldur of lágir. 0,1% taldi skattana vera allt of lága, eða 1 af þeim 936 sem tóku afstöðu. Telja má líklegt að þessi eini hafi svarað þessu til í kaldhæðni, eða að tilviljun hafi ráðið því að þeir fundu þann eina sem er þessarar skoðunar fyrir utan Indriða H. Þorláksson. Nema auðvitað þeir hafi einfaldlega fyrir tilviljun dregið út í hringipottinn Indriða sjálfan.

Í könnuninni vekur athygli að niðurstaðan er mjög skýr óháð kyni, aldri, búsetu og menntun.