Dr. Daniel Mitchell, sérfræðingur í skattamálum hjá Cato stofnuninni í Washington, heldur fyrirlestur á vegum Samtaka skattgreiðenda í samvinnu við RNH, Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt, og AECR, Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna.

Fyrirlestur Dr. Mitchell mun fjalla um tröllaukin ríkisútgjöld í hinum vestræna heimi og mikinn vöxt þeirra í aðdraganda fjármálakreppunnar sem og í kjölfar hennar, undir yfirskriftinni; Starving the Beast. Dr. Mitchell mun einnig fjalla um Laffer kúrvuna svonefndu en samkvæmt henni minnka skattstofnar eftir því sem skattar hækka, svo skattahækkanir skila því ekki þeim tekjum sem til er ætlast. En háir skattar hafa hisn vegar margvísleg önnur skaðlega áhrif á vöx og viðgang efnahagslífsins.

Fundurinn verður haldinn í stofu N-132 í Öskju Háskóla Íslands mánudaginn 4. nóvember nk. kl. 12 – 13.

Dr. Daniel Mitchell lauk prófi í hagfræði frá háskólanum í Georgíufylki og doktorsprófi í hagfræði frá George Mason háskólanum í Virginíu. Hann vann fyrir fjárlaganefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings og fyrir Heritage foundation stofnunina í Washington áður en hann hóf störf hjá Cato stofnuninni. Ásamt því að greinaskrifum og fyrirlestrahaldi um skattamál hefur hann einnig skrifað bók, í samtarfi við Chris Edwards, um skattamál, sem út kom árið 2008; Global Tax Revolution – The Rise of Tax Competition and the Battle to Defend It.