Tag: Harpa

Harpa á framfæri skattgreiðenda

Um rekstur Hörpu var fjallað í Kastljósi Ríkisútvarpsins þann 2. september sl. Brynja Þorgeirsdóttir flutti þar inngang að umfjölluninni og segir frá því að á aðeins fjórum árum hafa tapast 1.900 milljónir í rekstri hússins. Þrátt fyrir það kaus hún að tala um að rekstur Hörpu sé nú „í járnum”. En um það orðasamband segir málfarsbankinn:„Orðasambandið standa/vera í járnum merkir: vega salt, vera jafnt (svo að tvísýnt er um úrslit), vera svipað.”

Þannig virðist sá skilningur flestra á orðasambandinu vera réttur að „í járnum” þýði að litlu megi muni á hvern veg fari. En rekstur Hörpu er þá engan veginn í járnum því þrátt fyrir auknar tekjur og aukinn fjölda gesta fer rekstrarkostnaðurinn líka hækkandi og bullandi tap er niðurstaðan, ár eftir ár.

Samkvæmt upplýsingum Kastljóss námu rekstrartekjurnar 941 milljón árið 2014, en útgjöldin voru gott betur hærri, eða 1.490 milljónir, eða halli upp á 549 milljónir króna. Þessi halli tekur ekki einu sinni tillit til árlegrar afborgunar lána sem tekin voru til að klára húsið, en þar er um að ræða u.þ.b. 1.000 milljónir króna árlega til ársins 2046. Hið eiginlega tap árið 2014 er því 1.549 milljónir króna. Fróðlegt er að rifja upp orð stjórnarformanns hússins árið 2010, en hann fullyrti að húsið yrði ekki baggi á skattgreiðendum og myndu standa undir rekstrarkostnaði sem og afborgunum af lánum. En kannski telja rekstraraðilar hússins árlegt framlag ríkis og Reykjavíkurborgar sem tekjur hússins þó útgjöld skattgreiðenda séu.

Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, tekur undir það sjónarmið fyrrum stjórnarformanns hússins að húsið skuli og eigi að standa undir rekstrarkostnaði og að sjálfsagt sé að gera þá kröfu. Hins vegar sé það engan veginn eðlilegt að húsið greiði þá fasteignaskatta sem á það hefur verið lagt, né heldur ræðir hann afborganir af lánum. En skattgreiðendur eiga að reikna sér til tekna einhverjar ímyndaðar 5.000 milljónir króna í gjaldeyrisöflun sem beinlínis megi eigna tilvist hússins. Rétt eins og einhver geti fullyrt að þessar tekjur, eða gjaldeyrir, hefði ekki komið til án hússins. Hvergi er rætt um hversu neikvæðar afleiðingar Harpan kann að hafa haft á aðra valkosti fyrir ráðstefnur og tónleikahald.

Í umfjöllun Kastljóss er þess sérstaklega getið að árið 2014 hafi alls 1.500.000 manns komið í Hörpu. Ekki bera að draga þá tölu í efa. En er þá ekki einfalt mál að krefja hvern gest um aðeins 500 krónur í viðbót fyrir heimsóknina í þetta verðlaunahús. Er það ekki endanlegur mælikvarði á hversu mikils við virði húsið hvað gestir þess eru tilbúnir til að borga? Þessi lítilsháttar hækkun myndi auka tekjur hússins um 750 milljónir króna á ári – hallareksturinn hyrfi og húsið gæti farið að létta undir með skattgreiðendum með því að standa undir hluta afborgunar lána.

lesa áfram

Stefnir í 462 milljóna tap af rekstri Hörpu

Fréttablaðið flytur miklar og jákvæðar fréttir af rekstri Hörpu þriðjudaginn 24. september. Þannig niðurgreiddu skattgreiðendur taprekstur upp á um 584 milljónir árið 2012, en nú er útlit fyrir að tapið verði aðeins 462 milljónir á þessu ári, sem forstjórinn er vel sáttur við.

Það má jafnvel reikna sig til þess að raunverulegt tap af rekstri Hörpu sé enginn ef tekið er tillit til framlags eigenda (skattgreiðenda) upp á 160 milljónir í ár (og næstu tvö ár) og þess að af húsinu skulu greidd fasteignagjöld upp á 355 milljónir. Ef þetta tvennt er lagt saman er bara eiginlega ekkert tap af rekstri hússins!

Og auðvitað þarf ekki að geta þess að fastar leigutekjur upp á 190 milljónir koma að stærstum hluta frá skattgreiðendum og auðvitað allur byggingakostnaður hússins upp á um milljarð á ári og næstu 33 árin eða svo.

Vandamál Hörpu verða ekki leyst á forsendum hins opinbera. Nauðsynlegt er að leita einkaaðila sem vilja taka að sér reksturinn, skattgreiðendum að skaðlausu. Héðanaf er ólíklegt að endurheima megi byggingakostnaðinn. Sá myllusteinn mun hanga um háls skattgreiðenda næstu áratugina. En stöðvar verður tafarlaust fjáraustrið í reksturinn.

 

lesa áfram

Enn hækkar reikningurinn fyrir Hörpuna

Nú kemur fram í fréttum að búist er við hallarekstur á Hörpunni upp á 405 miljónir króna. Sjá frétt á vísir.is hér að neðan. Bjóst einhver við öðrum? Í fréttinni kemur jafnframt fram að hallinn verður ekki rakinn, nema að hluta, til fasteignagjalda af húsinu. Gjalda sem virtust koma flatt upp á rekstraraðila hússins. Þannig áttu skattgreiðendur ekki aðeins að greiða niður rekstur hússins um tæpan milljarð á ári, heldur einnig gefa eftir eðlilega skatta af húsinu. Skatta sem allir samkeppnisaðilar þess þurfa að greiða.

 

 

 

lesa áfram

Fer rekstrarfélag Hörpunnar í mál ?

Í pistli á Huginn og Muninn í Viðskiptablaðinu er bent á kaldhæðnina í kvarti stjórnarformanns rekstrarfélags Hörpunnar undan fasteignaskattinum sem lagður hefur veirð á félagið:

„Stjórnendur ríkistónlistarhússins Hörpu eiga nú í deilum við stærsta eiganda sinn, ríkið, eftir að kynnt var nýtt fasteignamat. Pétur j. Eiríksson, stjórnarformaður Hörpu, viðurkenndi í samtali við RÚV í vikunni að fasteignagjöldin væru í dag greidd með lánum þar sem rekstur hússins stæði ekki undir þeim. Það má því segja að útilokað sé að Harpa standi undir þeim hækkandi fasteignagjöldum sem eru í farvatninu og forsvarsmenn Hörpu íhuga nú að fara með málið fyrir dómstóla enda vilja þeir að virði hússins sé metið lægra en það er í dag. Það verður óneitanlega fyndið þegar ríkistónlistarhúsið kærir ríkisákvörðun til ríkisins af því að það vill ekki greiða til ríkisins.”

Næst hlýtur að koma fram ósk um að starfsmenn verði undanþegnir tekjusköttum, félagið undanþegið tryggingagjaldi o.s.frv., o.s.frv. Enda hafa reiknimeistarar fundið út að tap er gróði og skattleysi skilar sköttum bara ef skilgreina má starfsemina sem „skapandi atvinnugrein”.

lesa áfram

Sorglegt að þurfta að borga skatta …

… segir stjórnarformaður Hörpunna, Pétur J. Eiríksson, í viðtali við Morgunblaðið 26. júní. Reyndar segir hann orðrétt um þá skelfilegu stöðu að þurfa að borga fasteignagjöld af húsinu: „Það er sorglegt ef skattkerfið á að vera þannig að ekki sé hægt að byggja upp fyrsta flokks aðstöðu eins og þessa í landinu.”.

Samtök skattgreiðenda taka undir með Pétri hvað það varðar að skattkerfið á ekki að fyrirbyggja eðlilegan rekstur heimila og fyrirtækja í landinu og ekki hamla hvata til verðmætasköpunar. En mikið er þetta hjáróma kvörtun frá stjórnarfomanni félags sem er niðurgreitt um tæpan miljarð af skattfé á hverju ári, og verður svo næstu 34 ár. Hversu mikið meira vill hann fá í meðgjöf með því sem hann kallar „sjálfbæran rekstur”. Reyndar hefur Pétur gefið orðinu sjálfbærni alveg nýja merkingu.

Á Vefþjóðviljanum má lesa kjarnyrta umfjöllun um þessa nýjustu kröfu forsvarsmanna Hörpunnar á hendur skattgreiðendum:

 

Föstudagur 22. júní 2012

Vefþjóðviljinn 174. árg. 16. árg.

“Frekjan í þeim sem létu reisa fyrir sig tugmilljarða króna lúxustónlistarhöll – og ekki máttu heyra minnst á að hægt yrði á ósköpunum rétt á meðan fjármálaáfall reið yfir – virðist ekki eiga sér nein takmörk.

Nú eru þeir bálreiðir yfir fasteignamatinu á höllinni. Þeir heimta höll fyrir tugþúsundir milljóna og ekkert má til spara og höllin verður að rísa á dýrasta byggingarlandi landsins, nokkra metra frá Lækjartorgi, og svo heimta þeir tíu milljarða afslátt af fasteignamati.

Í fréttum í gær sagði forsvarsmaður félagsins sem rekur höllina að úr því að fasteignagjöldin verða svo hátt hlutfall af tekjum hússins þá kæmu einungis þrjár lausnir til greina. Hverjar ætli þær hafi verið?

Að höllin fengi rekstrarstyrk til að mæta fasteignagjöldunum, að ríkið tæki reksturinn yfir, að lögum um fasteignagjöld yrði breytt.

Ekki dettur þeim í hug að reyna að auka tekjurnar. Það má auðvitað ekki láta gestina borga meira. Eða þá sem leigja salina. Og ekki má skera niður í rekstrinum.

Nei, ábyrgðin á höllinni má aldrei vera á þeim sem heimtuðu að hún yrði byggð.”

lesa áfram

top