Tag: útsvar

Útsvarshækkun heimiluð

Leyfilegt hámarksútsvar sveitarfélaga á árinu 2014 var hækkað úr 14,48% í 14,52% og má sjá lista yfir úrsvarshlutfall sveitarfélaga hér. Langflest sveitarfélög nýttu sér þessa heimild, þar með talin sveitarfélög á Reykjavíkursvæðinu sem hingað til hreykt sér af lægra útsvari en gengur og gerist.

Þess þarf að geta að mörg sveitarfélög eiga erfitt um vik þegar kemur að lækkun útsvarsins. Reglur jöfnunarsjóðs sveitarfélaga eru með þeim hætti að nýti sveitarfélag sér ekki hámarksútsvar  missir það allan rétt til úthlutunar úr jöfnunarsjóði. Þessu hefur núverandi innanríkisráðherra lofað að breyta. Fróðlegt verður að fylgjast með hverjar efndir verða í því máli. Sveitarfélag eins og t.d. Árborg, sem tekið hefur verulega vel til í sínum fjármálum, kýs þannig frekar að lækka fasteignagjöldin en útsvarið þegar reksturinn gefur tilefni til.

En sveitarfélög eins og Garðabær og Seltjarnarnes sem hreykt hafa sér af lægri útsvarsprósentu en gengur og gerist nýttu sér bæði heimild til hækkunar. Veldur það miklum vonbrigðum.

Þess má svo geta að lokum að ríkisstjórnin sem lofaði skattalækkunum og afturhvarfi frá skattastefnu fyrri ríkisstjórnar hefur með þessu hækkað efsta þrep tekjuskattsins hjá þeim skattgreiðendum sem búa í sveitarfélögum sem hækkuðu útsvarið um þessi 0,04%.

 

 

 

lesa áfram

Vestmannaeyingar lækka líka útsvarið

Í frétt í Viðskiptablaðinu kemur fram að í fjárhagsáætlun 2014 fyrir Vestmannaeyjabæ sé gert ráð fyrir lækkun útsvars í 13,98%. Er þetta annað sveitarfélagið sem tilkynnir lækkun útsvars nú síðustu daga. Í nýlegri úttekt Viðskiptablaðsins kemur jafnframt fram að undanfarin ár hafi fjárhagsstaða margra sveitarfélaga batnað verulega og er ánægjulegt að sum þeirra nýta nú aukið svigrúm til að lækka skatta á þessu kjörtímabili.

Reykjavíkurborg, sem helst ætti að njóta stærðarhagkvæmni, hefur hins vegar hækkað skatta og gjöld verulega á kjörtímabilinu og skýtur þar skökku við. Þá hefur það sveitarfélag sem helst hefur verið litið til sem fyrirmyndar í rekstri og skattaálögum, Seltjarnarnes, einnig hækkað útsvar á kjörtímabilinu, þó ekki sé í takt við Reykjavíkurborg.

Mikilvægt er að á næstunni standi ríkisstjórnin við þá ætlun sína að afnema lægri mörk útsvars og fasteignaskatta og jafnframt sjá til þess að jöfnunarsjóður sveitarfélaga refsi ekki þeim sveitarfélögum sem taka til í rekstri sínum og veita skattgreiðendum hlutdeild í betri afkomu.

lesa áfram

Grindavíkurbær lækkar útsvar

Grindavík telur sig nú vera fjárhagslega best setta sveitarfélag landsins. Og hefur nú lækkað útsvarsprósentuna úr 14,28% í 13,99%. E.t.v. ekki merkileg eða mikil lækkun, en vissulega í rétta átt. Góða stöðu bæjarins má að nokkru þakka söluna í HS Orku, en augljóst af fréttum frá bænum að í stað þess að lækka enn frekar skatta er ætlunin að nota það fé í framkvæmdir á komandi árum. Því mætti spyrja hvort ekki hefði frekar verið ástæða til að lækka enn frekar skatta. Lesa má frétt af vef bæjarins hér.

En þakka ber alla tilburði til að skilja stærri hlut af aflafé fólks í umsjá þess sjálfs. Það viðhorf stjórnmálamanna að illa sé farið þegar skattstofnar eru „vannýttir”  ber aðeins vitni um hroka þeirra. Hroka þess sem telur sig hafa meira vit á því hvernig best sé að ráðstafa annarra manna aflafé en það sjálft.

Hvert prósent í útsvari fyrir laun upp á 450 þúsund á mánuði þýðir einfaldlega 54 þúsund krónur í skatt á ári. Það munar um minna.

lesa áfram

Væri flatur skattur betri?

Ýmis samtök skattgreiðenda hafa tekið upp baráttu fyrir flötum skatti. Ásgeir Ingvarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, fjallar hér aðeins um ýmsa agnúa á íslenska skattkerfinu, niðurgreiðslu á skuldsetningu o.fl., í grein í Viðskiptablaði Morgunblaðsins 5. júlí 2012. Hann spyr í lokin hvort flatur skattur væri ekki betri valkostur:

Stórvarasamt samspil skatta og vaxtabóta

Háir skattar á laun eru til þess fallnir að letja fólk til að vinna. Í dag er jaðarskattur á útborguð laun íslenskra launamanna allt að 46,28%. Þegar komið er á jaðarinn er því afskaplega lítill hvati til að vinna aukadag í mánuði enda vill hið opinbera taka til sín um helming launanna. Þetta er ekki nógu gott, sérstaklega í árferði eins og nú, enda einhver besta leiðin út úr kreppu og skuldum að vinna meira og skapa aukin verðmæti.

Háir skattar á laun eru hins vegar aðeins ein hliðin á peningnum. Rétt er að endurlífga umræðu frá því fyrr á árinu, um hvernig íslenska vaxtabótakerfið verkar letjandi á skattgreiðendur að mynda eign í heimilum sínum. Vaxtabótakerfið á sína sök á því lánalestarslysi sem Ísland er í dag.

Borgað fyrir að skulda

Vaxtabætur nema á þessu ári að hámarki 400.000 kr. hjá einhleypingi og 600.000 kr. hjá hjónum. Við bætist síðan sérstök vaxtaniðurgreiðsla að hámarki 200.000 kr. hjá einhleypingi og 300.000 kr. hjá hjónum.

Þessar greiðslur byrja að skerðast bæði þegar tekjur fara upp, þegar skuldir fara niður og þegar eign vex.

Það þarf alls ekki að eiga nein ósköp til að missa allar vaxtabætur. Þeir sem dansa eftir kerfinu reyna að gæta þess að nettóeign fari ekki yfir 4 milljónir, eða 6,5 milljónir ef um er að ræða par. Sérstaka vaxtaniðurgreiðslan umbunar einstaklingum fyrir að skulda allt upp í 33 milljónir, og pörum allt að 50 milljónir.

Það er afskaplega slæmt þegar hið opinbera býr til hvata til að skulda, og letur fólk til að mynda eign. Síðustu árin ættu heldur betur að hafa kennt Íslendingum hvað skuldir eru hagkerfinu hættulegar: skuldir eiga það til að blása út, sveiflast og stökkbreytast. Skuld er kostnaður, skuld er óöryggi. Eign er hins vegar öryggi, eign ber ávöxt, eign skapar tækifæri.

Enn verra er svo kannski að svona stórar endurgreiðslufjárhæðir og háir jaðarskattar geta gert kerfið mjög ósanngjarnt. Fyrir þá sem fá fullar vaxtabætur og vaxtaniðurgreiðslur er uppgjörið við hið opinbera töluvert minna óþægilegt en fyrir hina, sem einhverra hluta vegna falla ekki að því móti sem vel meinandi, góðhjörtuð og alvitur stjórnvöld höfðu í huga. Það er ekkert grín að fá lágmarksbætur og borga hámarksgjöld.

Fróðlegt er að reikna hvernig það gæti komið út ef við einfölduðum kerfið, settum á eina flata, lægri skattprósentu og tækjum burt „tekjuliði” eins og persónuafslátt og bætur vegna fasteignaskulda.

Væri flatur 17% skattur betri?

Meðaljóninn í síðustu launakönnun VR er með árleg heildarlaun um 5,3 milljónir. Ef persónuafsláttur og hámarks vaxtabætur og -niðurgreiðslur eru dregin frá tekjuskatti og útsvari endar meðaljóninn á að greiða hinu opinbera rösklega 900 þús. yfir árið.

Meðaljóninn í dæminu okkar væri því alveg jafn vel staddur með þetta 17% flatan launaskatt, enga afslætti og bætur.

Nema hvað nú hefði hann miklu sterkari hvata til að bæta við sig vinnu, búa til verðmæti, borga niður skuldir og skapa eign.

lesa áfram

top