Nýtt mælaborð: Ríkisreikningur 2004-2023

Í dag opnuð Samtök skattgreiðenda fyrstu útgáfu á mælaborði fyrir ríkisreikning áranna 2004-2023. Í fyrsta sinn fá skattgreiðendur að sjá hvert allir skattpeningarnir sem renna til ríkisins eru að fara. Um er að ræða um 25 þúsund milljarða króna, m.v. verðlag dagsins í dag, yfir 20 ára tímabil.

Mælaborðin eru tvö á sömu gögn og í öllum tilfellum geturðu valið tímabil efst í mælistikunni:

Leita eftir tegund útgjalda

Í þessu mælaborði þarf að byrja á að velja tegund (sjá neðar), og því næst tegund innan þess mengis sem þú velur. Næst er að velja hvort þú viljir sjá listann eftir stofnunum eða ráðuneytum, en hver stofnun heyrir undir eitthvað ráðuneyti.

Leita eftir stofnun eða ráðuneyti

Hér byrjar þú á að velja heiti ráðuneytis eða stofnunar, velur svo nafn þess og loks hvort þú viljir sjá tegund L2, tegund L3 eða tegund (sjá hér að neðan).

Tegundir

Tegundur útgjalda skiptast í ríkisbókhaldinu í þrjú stig; yfirlykil (tegund L2), millilykil (tegund L3) og undirlykil (tegund). Sem dæmi þá sérðu launagjöld í heild sinni í tegund L2, meiri sundurliðun í tegund L3 og enn meiri sundurliðun í tegund.

Við munum á næstu dögum bæði bæta mælaborðið og gera myndband með leiðbeiningum. Við vildum frekar birta þetta strax, ekki algjörlega fullkomið, en að bíða með það þar til mælaborðin yrðu fullkomin að okkar mati. Við hvetjum lesendur til að senda okkur ábendingar á upplysingar@skattgreidendur.is.

Starfsemi Samtaka skattgreiðenda er rekin fyrir mánaðarlega styrki almennings. Ef þú vilt koma í hóp velgjörðarmanna okkar, er hægt að styrkja samtökin hérna eða senda okkur póst til að fá nánari kynningu á starfseminni á upplysingar@skattgreidendur.is

Deila