Skattaspjallið: Fjárlagatíminn er hættulegur tími fyrir skattgreiðendur

Fjárlagatíminn er hættulegur tími fyrir skattgreiðendur því þá birtast allir með óskalista sinn um útgjöld til fjármálaráðherra. Og þó svo að vildi til að hann stæði í lappirnar fær þingið leyfi til að bæta við útgjaldaliðum í takt við pólitískar óskir. Til að ræða fjárlagagerðina og hvaða hættur steðja nú að á haustmánuðum kemur Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, í Skattaspjallið til Sigurðar Más Jónssonar. 

Mun fjármálaráðherra standa í lappirnar eða munu útgjaldaráðherrarnir fá óskir sínar uppfylltar, það er spurningin? Fólk þyrstir í meiri stuðning kerfisins, segir Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, við Morgunblaðið í dag en flokkur hennar hefur eingöngu útgjöld fyrir ríkissjóð á sinni könnu. Hvernig á þetta að ganga upp núna þegar ríður á að ríkissjóður sé rekinn með ábyrgum hætti þar sem hagvöxtur er enginn og kostnaður hins opinbera eykst sjálfkrafa. Skattgreiðendur eru í viðkvæmri stöðu núna.

Skattaspjallið er opið á öllum hlaðvarpsveitum.

Starfsemi Samtaka skattgreiðenda er rekin fyrir mánaðarlega styrki almennings. Ef þú vilt koma í hóp velgjörðarmanna okkar, er hægt að styrkja samtökin hérna eða senda okkur póst til að fá nánari kynningu á starfseminni á upplysingar@skattgreidendur.is

Deila