Um samtökin
Samtök skattgreiðenda voru stofnuð þann 16. apríl, 2012. Að stofnun þeirra stóð hópur fólks sem vill beita sér fyrir því að:
- endurvekja vitund almennings um að vöxtur hins opinbera er ekki óhjákvæmilegur
- ríki og sveitarfélög séu ekki rekin með halla og reikningurinn sendur kynslóðum framtíðarinnar
- skattar verði lækkaðir eftir megni
- hið opinbera fari betur með skattfé og leiti nýrra lausna til að bæta rekstur sinn
- rödd skattgreiðenda heyrist í opinberri umræðu og að sjónarmið þeirra fái aukið vægi
Á síðustu árum hafa yfir hundrað skattahækkanir dunið á okkur auk þess sem á annan tug nýrra skatta hafa litið dagsins ljós. Íslenskur almenningur og fyrirtæki ganga nú hokin undir farginu. Bankahrunið, sem varð árið 2008, kallaði á endurskoðun efnahagsstjórnar, en yfirvöld einblína aðeins á eina leið til endurreisnar, sem er, að blóðmjólka skattgreiðendur. Enn er gert ráð fyrir fjárlagahalla árið 2012 upp á 21-50 milljarða , sem falla munu á skattgreiðendur framtíðarinnar ásamt uppsöfnðuðum skuldum frá falli bankanna. Ljóst er að engin þjóð skattleggur sig út úr slíkri stöðu og allra síst þjóð sem misst hefur hluta framtíðarvinnuafls síns úr landi. Til viðbótar fjárlagahallanum er bókhald hins opinbera fegrað með því að lífeyrisskuldbindingar og ábyrgðir ríkissjóðs eru ekki taldar í Ríkisreikning ársins.
Samtök skattgreiðenda vilja aðrar lausnir og sjálfbærari. Lausnir sem stuðla að endurreisn atvinnulífsins. Lausnir sem virkja fólk til atvinnuþátttöku en hegna því ekki með ofursköttum.
Samtökin vilja endurvekja trú á sparnað og vilja einfalt og gagnsætt skattaumhverfi sem laðar þennan vilja fram. Og Samtökin vilja draga úr útgjöldum og minnka ríkisbáknið.
Samtökin hyggjast láta til sín taka með greinaskrifum, fréttatilkynningum og auglýsingum í fjölmiðlum og munu halda úti öflugri gagnvirkri heimasíðu. Þá munu Samtökin efna til funda og fyrirlestra eftir því sem tilefni gefur til og standa fyrir mótmælaaðgerðum.
Þá munu Samtökin skora á frambjóðendur í komandi prófkjörum og kosningum að skrifa undir heit um að hækka ekki skatta heldur lækka og beita sér fyrir minna og skilvirkara regluverki hins opinbera.
Stjórn samtakanna skipa:
Skafti Harðarson – Formaður
Ragnhildur Kolka
Lýður Þorgeirsson
Um samtökin
Samtök skattgreiðenda voru stofnuð þann 16. apríl, 2012. Að stofnun þeirra stóð hópur fólks sem vill beita sér fyrir því að:
- endurvekja vitund almennings um að vöxtur hins opinbera er ekki óhjákvæmilegur
- ríki og sveitarfélög séu ekki rekin með halla og reikningurinn sendur kynslóðum framtíðarinnar
- skattar verði lækkaðir eftir megni
- hið opinbera fari betur með skattfé og leiti nýrra lausna til að bæta rekstur sinn
- rödd skattgreiðenda heyrist í opinberri umræðu og að sjónarmið þeirra fái aukið vægi