

13 ára afmæli samtakanna og Skattaspjallið, nýtt hlaðvarp Samtaka skattgreiðenda
Samtök skattgreiðenda fagna í dag 13 ára afmæli, en þau voru stofnuð 16. apríl 2012. Að því tilefni hafa samtökin hleypt af stokkunum nýju hlaðvarpi sem ber nafnið Skattaspjallið. Skattaspjallið er í umsjón Sigurðar Más Jónssonar og mun koma út annan hvern miðvikudag....

Óþarft háskólastarfsfólk?
Við fjölluðum nýverið um hátt hltufall kulnunar meðal akademísks starfsfólks ríkisháskóla. Í tengslum við þá umfjöllun könnuðu samtökin margskonar upplýsingar úr launabókhaldi Háskóla Íslands. Eitt af því var hlutfall launagreiðslna vegna afleysingar, á móti...

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál synja beiðni um sundurliðun á styrkjum til RÚV
Líkt og fram hefur komið hafa Samtök skattgreiðenda viljað fá það upplýst hvaða aðilar það eru sem hafa styrkt Ríkisútvarpið um tugi milljóna á síðustu árum. Ríkisútvarpið synjaði því að veita þessar upplýsingar svo samtökin kærðu synjunina til Úrskurðarnefndar um...

Dómsmálaráðuneyti: Vegna ársreikninga Ríkislögreglustjóra og Landsréttar
Í frétt Samtaka skattgreiðenda þann 26. febrúar sl. sögðum við frá því að Samtökin hefðu sent erindi til sex ráðuneyta er vörðuðu ársreikninga samtals 26 undirstofnana þeirra. Tilefni erindisins var það að óska eftir afritum ársreikninga sem ekki hafði verið skilað á...

Innviðaráðuneyti: Vegna ársreikninga Þjóðskrár
Í frétt Samtaka skattgreiðenda þann 14. mars sl. sögðum við frá viðbrögðum Innviðaráðuneytis við erindi Samtakanna vegna Þjóðskrár. Í erindi Samtakanna var spurt hvort það hefði verið á vitorði stjórnenda ráðuneytisins að forstöðumaður Þjóðskrár hefði ekki afhent...

Þverrandi trú ríkisstarfsmanna á framtíðina?
Samtök skattgreiðenda hnjóta svo til daglega um sérkennilegar upplýsingar í ríkisbókhaldinu. Eitt er það sem veldur okkur sérstökum heilabrotum um þessar mundir; þróun greiðslna vegna viðbótargjalds í lífeyrissjóð. Hér höfum við tekið saman heildarfjárhæð hvers árs...

Kostnaður vegna almennrar öryggisgæslu hjá Ríkiseignum
Samtök skattgreiðenda sögðu nýverið frá því að verið væri að kanna hvað skýri verulega aukningu útgjalda vegna almennrar öryggisgæslu hjá Ríkinu. Sú stofnun sem í dag er nefnd Framkvæmdasýslan, áður Ríkiseignir og þar áður Fasteignir ríkissjóðs er einn hástökkvara...

Kostnaður ríkisins vegna almennrar öryggisgæslu?
Samtök skattgreiðenda kanna nú hvað veldur því að kostnaður ríkisstofnana vegna almennrar öryggisgæslu hefur vaxið úr 212 milljónum króna árið 2004 í rúmlega 5,5 þúsund milljónir árið 2023. Myndritið sýnir þróun á bókfærðum kostnaði tveggja lykla úr ríkisreikningi;...

Kæra Samtaka skattgreiðenda til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna RÚV
Þann 16. febrúar sl. kærðu Samtök skattgreiðenda Ríkisútvarpið ohf. til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Líklegt má telja að í kjölfar þess hafi fimm stjórnarmenn í RÚV lagt fram bókun í stjórn stofnunarinnar þess efnis að varhugavert væri að stofnunin tækju við...

Samtök skattgreiðenda senda Ríkisendurskoðanda ábendingu vegna ósamþykktra ársreikninga Utanríkisráðuneytis
Samtök skattgreiðenda hafa sent Ríkisendurskoðanda eftirfarandi erindi: ,,Góðan dag, Vísað er til erindis sem Samtök skattgreiðenda sendu Ríkisendurskoðun föstudaginn 21. febrúar sl. Nú hefur verið staðfest af Utanríkisráðuneyti að ársreikningar eftirfarandi...
Um samtökin
Samtök skattgreiðenda voru stofnuð þann 16. apríl, 2012. Að stofnun þeirra stóð hópur fólks sem vill beita sér fyrir því að:
- endurvekja vitund almennings um að vöxtur hins opinbera er ekki óhjákvæmilegur
- ríki og sveitarfélög séu ekki rekin með halla og reikningurinn sendur kynslóðum framtíðarinnar
- skattar verði lækkaðir eftir megni
- hið opinbera fari betur með skattfé og leiti nýrra lausna til að bæta rekstur sinn
- rödd skattgreiðenda heyrist í opinberri umræðu og að sjónarmið þeirra fái aukið vægi