Hefur einhver yfirsýn yfir rekstur hins opinbera?
Þann 5. apríl sl. sendu Samtök skattgreiðenda fyrirspurn á Fjármála- og efnahagsráðuneyti þar sem m.a. var óskað eftir lista yfir alla laungreiðendur/lögaðila undirliggjandi tölum um fjölda opinberra starfsmanna eins og þær eru kynntar á vefsvæðinu...
Hvað tekur við næstu fjögur árin?
Samtök skattgreiðenda hafa látið útbúa stutt myndbönd og auglýsingar sem minna á skattagleði núverandi stjórnarandstöðuflokka þegar þeir réðu ríkjum 2009 - 2013. Og þessir flokkar lofa nú tugum ef ekki hundruðum milljarða í aukin útgjöld. Þau útgjöld mun þurfa að...
Er eitthvað „samnings” við búvörusamninginn?
Opinn morgunverðarfundur um nýgerða búvörusamninga verður haldinn þriðjudaginn 1. mars nk. Á fundinum verður sjónum beint að samningunum séð frá hagsmunum íslenskra neytenda. Að fundinum standa Samtök verslunar og þjónustu, Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands,...
Harpa á framfæri skattgreiðenda
Um rekstur Hörpu var fjallað í Kastljósi Ríkisútvarpsins þann 2. september sl. Brynja Þorgeirsdóttir flutti þar inngang að umfjölluninni og segir frá því að á aðeins fjórum árum hafa tapast 1.900 milljónir í rekstri hússins. Þrátt fyrir það kaus hún að tala um að...
Ljúka námi um fertugt og skulda tugi milljóna
Í júlí sl. kom út ársskýrsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Í fréttatilkynningu sem fylgdi skýrslunni á sínum tíma koma m.a. fram; Meðalupphæð námslána fer hækkandi og er mesta fjölgunin í hópi námsmanna sem skulda meira en 12 m.kr. Þá hækkar meðalaldur greiðenda m.a....
Aðeins 3,8% telja skatta of lága
Í Viðskiptablaðinu 15. október er birt niðurstaða könnunar sem blaðið gerði þar sem spurt var: Þykir þér sú upphæð sem þú greiðir í skatta og lág, hæfileg eða of há? Niðurstaðan þarf ekki að koma á óvart, en 67,3% telja að skattarnir sem þeir greiða séu of háir. En...
Ríkisreikningur 2014 – enn aukast útgjöldin
Ríkisreikningur 2014 er kominn út. Nálgast má útgáfuna hér á vef Fjársýslu ríkisins. Ekki er líklegt að útgáfan teljist léttur skemmtilestur, en fróðlegt er þó að líta á hversu víða ríkið kemur við í útgjöldum. Lítinn árangur er að sjá af starfi allra þeirra sem áhuga...
Niðurgreiðsla farseðla til útlanda?
Það virðist fátt sem ekki er hægt að réttlæta í nafni „byggðastefnu”. Ekki hefðu þó margir látið sér til hugar koma að niðurgreiddar utanlandsferðir teldust þar með. En nú hefur nefnd á vegum hins opinbera (ef marka má Fréttablaðið) fundið flugfélag sem er tilbúið til...
Breytingar á birtingu álagningaskrár?
Sigríður Á. Andersen og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt. Breytingin tekur sérstaklega á birtingu álagningaskrár. Með þessu frumvarpi eru settar verulegar takmarkanir á birtingu...
Atvinnurekendur gegn atvinnufrelsi
Enn einu sinni er það að koma í ljós hversu skammsýnir atvinnurekendur eru þegar kemur að hagsmunum þeirra sjálfra. Vilhjálmur Árnason og fleiri þingmenn hafa lagt fram frumvarp til laga sem leggur niður einkasölu ÁTVR á áfengi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að heimilt...
Um samtökin
Samtök skattgreiðenda voru stofnuð þann 16. apríl, 2012. Að stofnun þeirra stóð hópur fólks sem vill beita sér fyrir því að:
- endurvekja vitund almennings um að vöxtur hins opinbera er ekki óhjákvæmilegur
- ríki og sveitarfélög séu ekki rekin með halla og reikningurinn sendur kynslóðum framtíðarinnar
- skattar verði lækkaðir eftir megni
- hið opinbera fari betur með skattfé og leiti nýrra lausna til að bæta rekstur sinn
- rödd skattgreiðenda heyrist í opinberri umræðu og að sjónarmið þeirra fái aukið vægi