Enn á ný ræðum við hvað skattgreiðendur fá fyrir peninginn! Nýlega skall á íbúa höfuðborgarsvæðisins mikill snjóstormur og til að umferðin gangi áfallalaust fyrir sig þurfti að ryðja götur og moka snjó. Getur verið að kostnaður við snjómokstur hafi margfaldast á föstu verðlagi hjá einstaka sveitarfélögum? Finnst fólki að það skili sér í betri þjónustu? Til að ræða þetta koma þeir Róbert Bragason og Arnar Arinbjarnarson, sérfræðingar Samtaka skattgreiðenda, í settið en þeir hafa safnað saman upplýsingum úr bókhaldi sveitarfélaganna sem dregur fram athyglisverða þróun í útgjöldum vegna snjómoksturs. Um leið eru Samtök skattgreiðenda að vinna að nýju mælaborði sem sýnir í hvað útsvarsgreiðslur skattgreiðenda fara. Gamla mælaborðið úr reikningum ríkisins er til umræðu en fljót leit þar dregur fram allan sannleikann um gríðarlega útgjaldaaukningu hjá umtalaðasta embætti landsins, embætti Ríkislögreglustjóra. Allt um það í þættinum.
Skattaspjallið er aðgengilegt á öllum hlaðvarpsveitum.
Starfsemi Samtaka skattgreiðenda er rekin fyrir mánaðarlega styrki einstaklinga og fyrirtækja. Ef þú vilt koma í hóp velgjörðarmanna okkar, er hægt að styrkja samtökin hérna eða senda okkur póst til að fá nánari kynningu á starfseminni á upplysingar@skattgreidendur.is



