Skattaspjallið: Áramótaglaðningur til skattgreiðenda

Stjórnendur í atvinnulífinu fá gjarnan glaðning frá skattayfirvöldum um áramót þegar skattar og gjöld hækka og nýr veruleiki blasir við. Hermann Guðmundsson, forstjóri og stofnandi verslunarfyrirtækisins Kemi, er einn harðasti talsmaður einkaframtaksins hér á landi. Hann er gestur Skattaspjallsins í dag og ræðir aukna skattheimtu, vaxandi ríkisumsvif og þverrandi mátt í atvinnulífinu. Hermann telur að það séu miklar áskoranir framundan fyrir viðskiptalífið og kallar eftir því að ríkisstjórnin sýni að henni sé alvara þegar kemur að hagræðingu og sparnaði í ríkisrekstri. Hermann segir það áhyggjuefni hve umsvif hins opinbera aukist nánast sjálfkrafa og að ekki sé hugað nægilega að öðrum lausnum þegar kemur að verkefnum ríkisins, svo sem einkarekstri.

Skattaspjallið er aðgengilegt á öllum hlaðvarpsveitum.

Starfsemi Samtaka skattgreiðenda er rekin fyrir mánaðarlega styrki einstaklinga og fyrirtækja. Ef þú vilt koma í hóp velgjörðarmanna okkar, er hægt að styrkja samtökin hérna eða senda okkur póst til að fá nánari kynningu á starfseminni á upplysingar@skattgreidendur.is

Deila