Í svari við þingfyrirspurn frá Rósu Guðbjartsdóttur um lífeyris- og meðlagsgreiðslur til erlendra ríkisborgara kemur margt athyglisvert í ljós.
Meðal þess er að frá árinu 2010 hefur fjöldi erlendra ríkisborgara á endurhæfingarlífeyri meira en 21 faldast, úr 68 manns í 1464 manns. Þá hefur fjöldi örorkulífeyrisþega næstum fjórfaldast og á ellilífeyrisþega rúmlega fimmfaldast.

Alls eru því 4.263 erlendir ríkisborgarar sem þiggja endurhæfingar-, örorku eða ellilífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins. Fyrir eru 4.886 erlendir ríkisborgarar sem þiggja atvinnuleysisbætur, eða alls 9.149 manns.
Athygli vekur að hlutfallslega fleiri erlendir ríkisborgarar á vinnualdri (20-69 ára) eru á endurhæfingarlífeyri en íslenskir ríkisborgarar. Þann 1. janúar 2024 voru erlendir ríkisborgarar 21% íbúa á vinnualdri, en þeir eru 25% af öllum á endurhæfingarlífeyri. Algengt er að einstaklingar sem þiggja endurhæfingarlífeyri fari í kjölfarið á örorkulífeyri, en hámarkslengd endurhæfingarlífeyris er nú 5 ár.
Starfsemi Samtaka skattgreiðenda er rekin fyrir mánaðarlega styrki einstaklinga og fyrirtækja. Ef þú vilt koma í hóp velgjörðarmanna okkar, er hægt að styrkja samtökin hérna eða senda okkur póst til að fá nánari kynningu á starfseminni á upplysingar@skattgreidendur.is


