Önnur kvörtun til ÚNU vegna Framkvæmdasýslunnar

Samtök skattgreiðenda hafa enn á ný sent kvörtun til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál (ÚNU) á hendur Framkvæmdasýslu – ríkiseigna (FSRE). Mál þetta má rekja til þess að Samtökin sendu gagnabeiðni til Framkvæmdasýslunnar 27. janúar 2025 þar sem óskað var eftir afriti allra leigusamninga fyrir húsnæði til að hýsa á umsækjendur um alþjóðlega vernd. FSRE synjaði beiðni Samtakanna með erindi þremur vikum síðar og Samtökin vísuðu málinu því til ÚNU strax í kjölfarið. Í frétt Samtakanna frá 3. júlí má finna úrskurð nefndarinnar sem féll hinn 16. júní á þessu ári.

Synjunarrök FSRE lutu að því að stjórnendur stofnunarinnar töldu sér ekki fært afhenda gögn sem sýndu heimilisföng íbúa þar sem um ,,viðkvæman hóp íbúa sé að ræða”. Að auki sáu stjórnendur stofnunarinnar fram á að svo langan tíma myndi taka að strika yfir heimilisföngin á tugum samninga að ekki væri heldur hægt að afhenta gögnin með heimilisföng afmáð. ÚNU féllst ekki á þessi rök FSRE og beiðni Samtakanna vísaði málinu aftur til FSRE til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.

Í samskiptum milli FSRE og Samtakanna, sem áttu sér stað í kjölfar úrskurðarins, kom fram að FSRE hyggðist nú gera yfirstrikanir á heimilisföngum og afhenda umbeðin gögn að því loknu. Stjórn Samtakanna ákvað að mótmæla þessu ekki en gerði FSRE tilboð sem fól í sér að stjórn Samtakanna myndi skuldbinda sig til að birta hvorki, né dreifa, upplýsingum um heimilisföng út fyrir stjórn gegn því að samningarnir væru afhentir óyfirstrikaðir. Þessu tilboði hafnaði FSRE og tók fram að gögnin yrðu afhent í ágúst þegar vinnu við yfirstrikanir væri lokið. 

Það er svo ekki fyrr en 29. september, níu mánuðum eftir að gagnabeiðnin var fyrst gerð, sem FSRE sendir Samtökunum gögnin. Alls er um að ræða 18 samninga í gildi og 37 ógilda samninga. Þegar gögnin eru skoðuð kemur í ljós að yfirstrikanir eru ekki í nokkru einasta samræmi við upprunaleg synjunarrök FSRE. Yfirstrikanir beinast að lang mestu leyti að upplýsingum um viðskiptaaðila en ekki heimilisföng. Í flestum tilfellum er jú strikað yfir heimilisföng hins leigða húsnæðis, en ekki fastanúmer sömu fasteigna. Loks virðist ekkert samræmi í yfirstrikunum. Í fyrsta samningi sem opnaður var af handahófi er t.d. strikað yfir heiti leigusala en ekki kennitölu. Í næsta samningi sem opnaður var snýst þetta við; strikað er yfir kennitölu leigusala en ekki heiti. Þetta á einnig við þegar viðskiptaaðilar eru opinberir aðilar – FSRE strikar yfir kennitölur stofnana í samningsgögnum, þ.m.t. sína eigin kennitölu(!)

Stjórn Samtakanna hefur að sjálfsögðu ákveðið að vísa þessu larpi FSRE til ÚNU á ný með það að markmiði að fá öll gögnin afhent án yfirstrikana.

Dæmi 1

Dæmi 2

Dæmi 3

Dæmi 4

Dæmi 5

Dæmi 6

Dæmi 7

Starfsemi Samtaka skattgreiðenda er rekin fyrir mánaðarlega styrki einstaklinga og fyrirtækja. Ef þú vilt koma í hóp velgjörðarmanna okkar, er hægt að styrkja samtökin hérna eða senda okkur póst til að fá nánari kynningu á starfseminni á upplysingar@skattgreidendur.is

Deila