Er bíllinn þarfasti skattgreiðandinn? Það er erfitt að segja en Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, skildi eftir 8 milljarða króna gat þegar fjárlögin voru kynnt sem að bílaeigendum er ætlað að brúa. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, er gestur Skattspjallsins í dag en FÍB hefur gagnrýnt áform fjármálaráðherra harðlega og telur að sem fyrr sé verið að færa óeðlilegan kostnað yfir á bifreiðaeigendur. Runólfur segir að FÍB sé fylgjandi þeirri meginhugsun að bíleigendur greiði í samræmi við afnot af vegakerfinu, að teknu tilliti til loftslagsmarkmiða stjórnvalda. FÍB telur eðlilegt að gjaldið miðist við þyngd og koltvísýringsútlosun ökutækja sem endurspeglar slit á vegum og umhverfisáhrif. Vel undirbúið kílómetragjald sem tryggir jafnræði greiðenda er einföld og hagkvæm leið til þess en hann telur að framkvæmdin mótist því miður af ráðaleysislegri og óskilvirkri stjórnsýslu.
Skattaspjallið er aðgengilegt á öllum hlaðvarpsveitum.
Starfsemi Samtaka skattgreiðenda er rekin fyrir mánaðarlega styrki einstaklinga og fyrirtækja. Ef þú vilt koma í hóp velgjörðarmanna okkar, er hægt að styrkja samtökin hérna eða senda okkur póst til að fá nánari kynningu á starfseminni á upplysingar@skattgreidendur.is