Skattaspjallið: Ragnar Árnason

Hvert er hlutverk hins opinbera í hagkerfinu og hvernig hefur það þróast í gegnum tíðina? Til að ræða þetta kemur Ragnar Árnason, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, í Skattaspjallið til Sigurðar Más Jónssonar. Ragnar ætti ekki að þurfa að kynna en hann hefur verið farsæll og virtur fræðimaður og áberandi álitsgjafi í þjóðfélagsumræðunni. Ragnar fer í spjallinu yfir hvaða áhrif umsvif hins opinbera hafa á frelsi fólks, heimila og einstaklinga og hvað fræðin segja um vaxandi ríkisumsvif í hagkerfum og þá sérstaklega á Íslandi. Einnig fer Ragnar yfir það hve afskaplega léleg skilvirkni hins opinbera er þegar kemur að ráðstöfun opinbers fjár. Hvað kostar það samfélagið? Þá fer hann yfir þróun í hlutdeild hins opinbera af vergri landsframleiðslu. Árið 1945 tók hið opinbera til sín 19% en á síðasta ári var hlutfallið komið upp í 47% af VLF. Hvaða áhrif hefur það og eru skattgreiðendur að fá allt fyrir peninginn?  

Skattaspjallið er aðgengilegt á öllum hlaðvarpsveitum.

Starfsemi Samtaka skattgreiðenda er rekin fyrir mánaðarlega styrki einstaklinga og fyrirtækja. Ef þú vilt koma í hóp velgjörðarmanna okkar, er hægt að styrkja samtökin hérna eða senda okkur póst til að fá nánari kynningu á starfseminni á upplysingar@skattgreidendur.is

Deila