Sjálfstæðisflokkurinn var með spurningu nýlega í þjóðarpúls Capacent þar sem spurt var: Finnst þér að skattar á Íslandi séu almennt of háir eða of lágir? Skemmst er frá að segja að 81,8% aðspurðra töldu skattana heldur of háa eða allt of háa, 16,0% að þeir væru hvorki né, en 2,2 % að þeir væru heldur of lágir. 0,1% taldi skattana vera allt of lága, eða 1 af þeim 936 sem tóku afstöðu. Telja má líklegt að þessi eini hafi svarað þessu til í kaldhæðni, eða að tilviljun hafi ráðið því að þeir fundu þann eina sem er þessarar skoðunar fyrir utan Indriða H. Þorláksson. Nema auðvitað þeir hafi einfaldlega fyrir tilviljun dregið út í hringipottinn Indriða sjálfan.

Í könnuninni vekur athygli að niðurstaðan er mjög skýr óháð kyni, aldri, búsetu og menntun.

Deila

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.