Viðskiptablaðið fjallar um þá miklu óvirðingu sem skattgreiðendum er sýnd með niðurgreiðslu á stjórnmálaflokkum í frétt á vefnum þann 22. apríl 2013. Reiknaður er ríkisstyrkur stjórnmálaflokkanna á næsta kjörtímabili miðað við niðurstöður skoðanakönnunar MMR frá 18. apríl sl.

Flokkarnir yrðu á spenanum upp á minnst 41,8 milljón (Dögun) og mest 319 milljónir (Framsókn). Frétt Viðskiptablaðsins má lesa í heild sinni hér. Ekki er nema von að ný framboð eigi erfitt uppdráttar þegar flokkar á þingi hafa úthlutað sjálfum sér hundruði milljóna króna á kjörtímabilinu og takmarka jafnframt hámark þess sem ný framboð geta sótt sér í fjárstyrk til stuðningsaðila sinna. Ef þetta væru fyrirtæki á markaði væri fyrir löngu búið að siga Samkeppniseftirlitinu á markaðsráðandi flokka.