Skattaspjallið: Útborgunardagurinn 27. júní

Föstudaginn 27. júní hóf starfsmaður í fullu starfi að fá útborgað fyrir vinnu sína! Hvernig má það vera? Jú, þetta er niðurstaða úttektar Viðskiptaráðs á „launafleygnum“ svokallaða, sem er mismunurinn á launakostnaði vinnuveitanda og útborguðum launum starfsmanns. Það er staðreynd að ef launagreiðandi greiðir milljón í laun fer aðeins rétt rúmlega helmingur til launamannsins sjálfs. Ragnar Sigurður Kristjánsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, kom í Skattaspjallið til að ræða þetta og ýmislegt annað er snertir skattgreiðendur.

Skattaspjallið er aðgengilegt á öllum hlaðvarpsveitum.

Starfsemi Samtaka skattgreiðenda er rekin fyrir mánaðarlega styrki almennings. Ef þú vilt koma í hóp velgjörðarmanna okkar, er hægt að styrkja samtökin hérna eða senda okkur póst til að fá nánari kynningu á starfseminni á upplysingar@skattgreidendur.is

Deila