Í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Diljá Mist Einarsdóttur um vefinn opnirreikningar.is kom í ljós að hátt í 30 stofnanir birta ekki fjárhagsupplýsingar á vefsíðunni.
Samtök skattgreiðenda hafa sent eftirfarandi fyrirspurn á þessar stofnanir.
- Hvaða bókhaldskerfi notar stofnunin?
a) Frá hvaða tíma hefur stofnunin notast við núverandi bókhaldskerfi? - Hvers vegna hefur stofnunin ekki aðild að vefsvæðinu opnirreikningar.is?
- Eru stjórnendur stofnunarinnar ósammála stefnu stjórnvalda um gagnsæi og aðgang almennings að fjárhagsupplýsingum ríkisins?
a) Ef já, hvers vegna?
Það verður forvitnilegt að sjá hvaða skýringar þessar stofnanir gefa.