Samtök Skattgreiðenda vinna um þessar mundir að könnun á fjárreiðum ráðuneytanna. Við skoðun á ársreikningi fjárlagaliðar 07 190, Ýmis verkefni, sem er í umsjá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis, rákust samtökin á skekkju.
Um er að ræða gjaldalykla undir yfirlyklinum Leigugjöld, verkkaup, bætur, tryggingar, opinber gjöld o.fl. fyrir árið 2019. Ef samtala allra sjö gjaldalykla er lögð saman, fæst hærri upphæð en samtala ársreikningsins segir til um. Skeikar ekki miklu – eða um 600 þúsund – en hafa verður í huga að þetta eru fjárhagsgögn ráðuneytis undir íslenska ríkinu, sem ætla mætti að hefði meiri metnað í rekstri sínum.
Við sendum að sjálfsögðu erindi til Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis, og spyrðum hvað skýrði þessa skekkju og bíðum eftir svari.