Í ársreikningi Hagstofu Íslands fyrir árið 2018, sem er elsti aðgengilegi ársreikningur stofnunarinnar á arsreikningar.rikisreikningur.is, er fjöldi stöðugilda fyrir árið 2017 sagður vera 55,3. Í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Diljá Mist Einarsdóttur um fjölda stöðugilda hjá ríkinu frá 153. löggjafarþingi 2022-2023 er fjöldi stöðugilda hjá Hagstofu Íslands hins vegar sagður vera 100.

Við sendum því í dag fyrirspurn á Hagstofuna um hvað skýri þennan mikla mun og hver réttur fjöldi hafi verið árið 2017.

Þetta vekur ekki síst athygli þar sem Hagstofa Íslands hefur á undanförnum misserum þurft að leiðrétta útgefin gögn í óvenju mörgum tilfellum og það þarf að vera hægt að treysta þeim tölum sem koma frá stofnuninni.

Starfsemi Samtaka skattgreiðenda er rekin fyrir mánaðarlega styrki almennings. Ef þú vilt koma í hóp velgjörðarmanna okkar, er hægt að styrkja samtökin hérna eða senda okkur póst til að fá nánari kynningu á starfseminni á upplysingar@skattgreidendur.is