Samtök skattgreiðenda kanna nú hvað veldur því að kostnaður ríkisstofnana vegna almennrar öryggisgæslu hefur vaxið úr 212 milljónum króna árið 2004 í rúmlega 5,5 þúsund milljónir árið 2023. Myndritið sýnir þróun á bókfærðum kostnaði tveggja lykla úr ríkisreikningi; 54550 og 55530.

Skýring með lykli 54550 er eftirfarandi: Almenn öryggisgæsla og björgunarstörf. Þ.m.t. þjónustugjöld vegna beinnar öryggisgæslu fyrirtækja s.s. Securitast og Öryggismiðstöðin. Viðgerð og eftirlit á tækjabúnaði færist á tegund 55530. Skýring með lykli 55530 er svo eftirfarandi: Viðhalds- og þjónustusamningar, ýmsir. Hér færast m.a. samningar vegna tilfallandi viðhalds á þjónustu við eldvarnar- og öryggiskerfi, lyftubúnað, loftræstikerfi og annað sem fellur ekki undir sérstakar tegundir.

Könnun Samtakanna beinist nú fyrst og fremst að því að skoða hjá hvaða ríkisstofnunum þessi kostnaður eykst mest, og hvort notkun stofnana á þessum bókhaldslyklum sé í samræmi við leiðbeiningar Fjársýslu Ríkisins.

Starfsemi Samtaka skattgreiðenda er rekin fyrir mánaðarlega styrki almennings. Ef þú vilt koma í hóp velgjörðarmanna okkar, er hægt að styrkja samtökin hérna eða senda okkur póst til að fá nánari kynningu á starfseminni á upplysingar@skattgreidendur.is