Samtök skattgreiðenda sögðu nýverið frá því að verið væri að kanna hvað skýri verulega aukningu útgjalda vegna almennrar öryggisgæslu hjá Ríkinu. Sú stofnun sem í dag er nefnd Framkvæmdasýslan, áður Ríkiseignir og þar áður Fasteignir ríkissjóðs er einn hástökkvara þegar kemur að þessum kostnaðarlið.

Taflan sýnir bókfærðar fjárhæðir Fasteigna ríkisins, og síðar Ríkiseigna, á þessa tvo lykla samanlagt fyrir tímabilið 2004-2023. Til upprifjunar: Skýring úr lyklaskrá Fjársýslu Ríkisins með lykli (tegund) 54550 er eftirfarandi; Almenn öryggisgæsla og björgunarstörf. Þ.m.t. þjónustugjöld vegna beinnar öryggisgæslu fyrirtækja s.s. Securitas og Öryggismiðstöðin. Viðgerð og eftirlit á tækjabúnaði færist á tegund 55530. Og skýring með lykli (tegund) 55530 er eftirfarandi: Viðhalds- og þjónustusamningar, ýmsir. Hér færast m.a. samningar vegna tilfallandi viðhalds á þjónustu við eldvarnar- og öryggiskerfi, lyftubúnað, loftræstikerfi og annað sem fellur ekki undir sérstakar tegundir.

Samtökin hafa nú sent erindi til Framkvæmasýslu þar sem spurt er hvað skýri eitt þúsund eitt hundrað og fimmtíufalda aukningu á þessum kostnaði á tímablinu 2004 til 2023.

Starfsemi Samtaka skattgreiðenda er rekin fyrir mánaðarlega styrki almennings. Ef þú vilt koma í hóp velgjörðarmanna okkar, er hægt að styrkja samtökin hérna eða senda okkur póst til að fá nánari kynningu á starfseminni á upplysingar@skattgreidendur.is