Í þriðja þætti Skattaspjallsins, hlaðvarps Samtaka skattgreiðenda, kom Óli Björn Kárason í viðtal til Sigurðar Más Jónssonar. Óli Björn er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hefur látið sig skattamál varða. Í viðtalinu segir hann m.a. frá því að hann telji að um þriðjungur útgjalda ríkisins séu að fara í annað en grunnþjónustu ríkisins.
Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Starfsemi Samtaka skattgreiðenda er rekin fyrir mánaðarlega styrki almennings. Ef þú vilt koma í hóp velgjörðarmanna okkar, er hægt að styrkja samtökin hérna eða senda okkur póst til að fá nánari kynningu á starfseminni á upplysingar@skattgreidendur.is