Samtök skattgreiðenda birta nú niðurstöðu könnunar Samtakanna skilahlutfalli ráðuneytanna inn á vefsvæðið opnirreikningar.is. Til skoðunar voru fjárlagaliðir aðalskrifstofu hvers ráðuneytis fyrir sig, ásamt sérstökum undirfjárlagalið sem öll ráðuneyti hafa í sinni umsjá undir heitinu Ýmislegt eða álíka.

Við mælingu skilahlutfalls er beitt þeirri aðferð að tekin er saman heildarfjárhæð þess kostnaðar sem ráðuneyti gerir grein fyrir á vefsvæðinu opnirreikningar.is, á hverju ári frá opnun vefsvæðisins árið 2017. Loks eru teknar saman bókfærðar heildarfjáræðir gjaldaliðarins Annar rekstrarkostnaður í ársreikningi ráðuneytis og undirfjárlagaliðar. Nýjustu ársreikningar, sem eru aðgengilegir, eru vegna ársins 2023 og nær úttektin því ekki lengra en til þess árs að sinni. 

Helstu niðurstöður:

  • Kostnaðarupplýsingar, sem berast frá aðalskrifstofum ráðuneytanna inn á vefsvæðið opnirreikningar.is er almennt langt undir 100%
  • Ekkert ráðuneyti, að undanskildu Heilbrigðisráðuneyti, skilar kostnaðarupplýsingum fyrir undirfjárlagaliðinn Ýmislegt inn á opnirreikningar.is, og er skilahlutfall undirfjárlagaliða því almennt 0%
  • Þegar fjárhæðir eru lagðar saman fyrir annars vegar aðalskrifstofu ráðuneytis og hins vegar umrædda undirfjárlagaliði, fer skilahlutfall ráðuneyta almennt langt niður fyrir 50%

Hægt er að sjá skilahlutfallið fyrir hvert ráðuneyti með því að hlaða niður meðfylgjandi PDF skrá.

Starfsemi Samtaka skattgreiðenda er rekin fyrir mánaðarlega styrki almennings. Ef þú vilt koma í hóp velgjörðarmanna okkar, er hægt að styrkja samtökin hérna eða senda okkur póst til að fá nánari kynningu á starfseminni á upplysingar@skattgreidendur.is