Í dag benti Forsætisráðherra á að Hagstofa Íslands hefur oftalið ríkisstarfsmenn um 5 þúsund.
Undanfarna mánuði hafa Samtök skattgreiðenda reynt að ná utan um það hve margir starfa hjá hinu opinbera. Ekki er komin niðurstaða í þá athugun, enda erfitt að fá tölur til að stemma.
Til dæmis þá stemmir ekki starfsmannafjöldi ríkisstarfsmanna á mannauðsvef ríkisreiknings. Þetta misræmi er raunar á einni og sömu skjámyndinni. Þar segir að í lok árs 2023 hafi heildarfjöldi starfsmanna óháð stofnunum verið 23.132 en fjöldi starfsmanna á sama tíma verið 23.791. Þetta misræmi á við um öll árin sem birt eru á vefnum.
Hvað ætli skýri þessa óreiðu í starfsmannabókhaldi ríkisins?