Nýlega sendu Samtök skattgreiðenda erindi á Alþingi þar sem óskað var eftir afriti af reikningum alþingismanna vegna starfskostnaðar og annars kostnaðar.
Í kjölfarið hafa ýmis fjölmiðlar fjallað um þennan kostnað frá ýmsum hliðum, sjá t.d. hér: [1], [2] og [3].
Alþingi hefur svarað Samtökum skattgreiðenda þar sem erindi okkar var synjað. Í svarinu kemur fram að erindinu sé synjað á þeim forsendum að það sé einkamál þingmanna hvernig þeir ræki samband sitt við kjósendur og hagsmunaaðila í kjördæmi sínu. Hér má finna afrit af svari Alþingis.
Samtök skattgreiðenda hafa svarað erindinu þar sem óskað er eftir afriti af þeim reikningum sem falla til utan kjördæma viðkomandi þingmanna, ásamt því að óska eftir leiðbeiningum um með hvaða hætti synjunin sé borin undir forsætisnefnd þingsins.