Samtökin kynntu sér nýlega hvernig ársreikningaskilum hafi verið háttað hjá stofnunum ríkisins undanfarin ár. Við skoðun á vefsvæðinu arsreikningar.rikisreikningur.is kom í ljós, þegar könnunin var gerð, að frá og með árinu 2019 til og með ársins 2023 voru alls 91 tilvik þar sem ársreikningum hafði ekki verið skilað. Á sama tíma og sjálft Ríkið er svona slappt í að skila ársreikningum, hefur án efa fjöldinn allur af borgurum fengið á sig sektir fyrir að skila ekki ársreikningum fyrirtækja sinna í tæka tíð.

Samtökin sendu af þessu tilefni erindi á Skattinn og óskuðu upplýsinga um fjölda slíkra sekta á sama tímabili. Við bíðum enn eftir svari.

Starfsemi Samtaka skattgreiðenda er rekin fyrir mánaðarlega styrki almennings. Ef þú vilt koma í hóp velgjörðarmanna okkar, er hægt að styrkja samtökin hérna eða senda okkur póst til að fá nánari kynningu á starfseminni á upplysingar@skattgreidendur.is