Eru ríkisútgjöld í hagkerfum nútímans dæmd til að vaxa með ósjálfbærum hætti? Oftast virðast stjórnmálamenn áhugalitlir um hagræðingu og aðhald og hugsa aðeins um að auka útgjöld ríkisins til alls konar hluta. Skattgreiðendur sitja að endingu uppi með reikninginn. Gestur Skattaspjallsins í dag er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Sigmundur er þekktur fyrir að nálgast hlutina með nýstárlegum og frumlegum hætti, er sannarlega maður lausna á stjórnmálasviðinu. Sigmundur Davíð hefur áhyggjur af þróun ríkisreksturs, heima sem erlendis. Stöðugt er verið að auka útgjöld og það virðist sjálfvirkt. Í spjalli sínu við Sigurð Má Jónsson, umsjónarmann Skattaspjallsins, fer Sigmundur Davíð yfir vandamálin en talar ekki síður um lausnir.
Skattaspjallið er aðgengilegt á öllum hlaðvarpsveitum.
Starfsemi Samtaka skattgreiðenda er rekin fyrir mánaðarlega styrki almennings. Ef þú vilt koma í hóp velgjörðarmanna okkar, er hægt að styrkja samtökin hérna eða senda okkur póst til að fá nánari kynningu á starfseminni á upplysingar@skattgreidendur.is