Nýlega sendu Samtök skattgreiðenda oddvitum allra framboða í hverju kjördæmi boð um að skrifa undir skattaloforð samtakanna. Í skattaloforðinu fellst að viðkomandi frambjóðendur lofa því að hækka ekki skatta eða búa til nýja skatta á næsta kjörtímabili, verði þeir kjörnir á Alþingi.
Tilgangur skattaloforðsins er að hjálpa þeim kjósendum sem enn hafa ekki ákveðið hvað þeir ætla að kjósa, hvort þeir vilji greiða hærri skatta á næsta kjörtímabili eða ekki.
Niðurstöður
Einn eða fleiri oddvitar eftirtaldra stjórnmálaflokka samþykktu skattaloforðið sem gefur vísbendingu um að þeir flokkar séu líklegir til að hækka ekki skatta á næsta kjörtímabili eða jafnvel að lækka skatta.
- Ábyrg framtíð
- Lýðræðisflokkurinn
- Miðflokkurinn
- Sjálfstæðisflokkurinn
Neðangreind er auglýsing sem samtökin létu gera að þessu tilefni.