Í Morgunblaðinu í dag ræðir Ásgeir Ingvarsson blaðamaður við Róbert Bragason hjá Samtökum skattgreiðenda. Þar kemur ýmislegt fram, m.a. að vísbendingar séu um að opinberir starfsmenn séu jafnvel 50% fleiri en hið opinbera gefur upp.
Þess vegna hafa samtökin nýtt sér 7. grein upplýsingalaga og óskað eftir launum opinberra starfsmanna frá árinu 2019, en skv. lögunum er skylt að afhenda launatölur allra opinberra starfsmanna.
Þá miða rannsóknir samtakanna að því að fá rétt gögn um rekstur hins opinbera til að geta komið með raunhæfar tillögur til hagræðingar án þess að það komi niður á þjónustu við almenning.
Hér að neðan er viðtalið í Morgunblaðinu.