Ríkisreikningur 2014 er kominn út. Nálgast má útgáfuna hér á vef Fjársýslu ríkisins. Ekki er líklegt að útgáfan teljist léttur skemmtilestur, en fróðlegt er þó að líta á hversu víða ríkið kemur við í útgjöldum. Lítinn árangur er að sjá af starfi allra þeirra sem áhuga hafa á „hagræðingu” hjá hinu opinbera.

Strax má sjá á töflu yfir fjármál ríkissjóðs 2014 og 2013 að tekjur hafa aukist mikið og útgjöldin ekki síður. Ástæða er til að fagna jákvæðri niðurstöðu, en hins vegar hafa áhyggjur af því að sú niðurstaða er fyrst og fremst fengin með hærri skatttekjum, ekki með samdrætti eða aðhaldi.

Yfirlit 1. Fjármál ríkissjóðs 2014 og 2013

Yfirlit 1. Fjármál ríkissjóðs 2014 og 2013

Og hér má einnig sjá að umfang ríkissjóðs sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu er að aukast verulega. Ætla mætti að ríkisstjórn mið- og hægriflokks væri á annarri vegferð en hér getur að líta.

Lykilstærðir í fjármálum ríkissjóðs 1995 - 2014

Lykilstærðir í fjármálum ríkissjóðs 1995 – 2014