Við fjölluðum nýverið um hátt hltufall kulnunar meðal akademísks starfsfólks ríkisháskóla. Í tengslum við þá umfjöllun könnuðu samtökin margskonar upplýsingar úr launabókhaldi Háskóla Íslands. Eitt af því var hlutfall launagreiðslna vegna afleysingar, á móti launagreiðslum vegna fjarvista:

C dálkur sýnir bókfærðar fjárhæðir Háskóla Íslands á lykilinn 5112 eins og þær eru skráðar í ríkisreikning. D dálkur sýnir fjárhæðir bókaðar á 5113 og loks sýnir E dálkur hlutfall D af C. 

Skýring við lykilinn 5112 er eftirfarandi: Grunnstörf, fjarvistir Á þennan lykil eru bókaðar greiðslur til starfsmanna sem eru fjarverandi úr starfi en eiga rétt á launum samkvæmt kjarasamningum. Hér er aðallega um að ræða greiðslur í langtímaveikindum (lengri en 1 mánuður), barnsburðarleyfum, náms- og orlofsleyfum. Skýring við lykilinn 5113 er eftirfarandi: Afleysing. Greiðslur til þeirra sem ráðnir eru tímabundið til afleysinga og orlof af þeim

Miðað við þessar upplýsingar er almennt ekki þörf á afleysingum þegar starfsfólk Háskóla Íslands fer í leyfi, nema í algjörum undantekningartilfellum.

Starfsemi Samtaka skattgreiðenda er rekin fyrir mánaðarlega styrki almennings. Ef þú vilt koma í hóp velgjörðarmanna okkar, er hægt að styrkja samtökin hérna eða senda okkur póst til að fá nánari kynningu á starfseminni á upplysingar@skattgreidendur.is