Samtök skattgreiðenda hafa sent Ríkisendurskoðanda eftirfarandi erindi:
,,Góðan dag,
Erindið nú varðar ósamþykkta ársreikninga Þjóðskrár Íslands.
Við samantekt Samtaka skattgreiðenda á rekstrarsögu Þjóðskrár Íslands hefur komið í ljós að Fjársýslu Ríkisins hafa ekki borist ársreikningar, samþykktir af forstöðumanni Þjóðskrár Íslands fyrir árin 2018, 19 og 20. Undir kaflanum Skýrsla og áritun forstöðumanns segir einfaldlega ,,Samþykktur ársreikningur hefur ekki borist Fjársýslunni“.
Samtökin fara þess á leit við Ríkisendurskoðanda að kannað verði hvort þessir ársreikningar hafi verið staðfestir af forstöðumanni á seinni stigum. Þá er óskað eftir því Ríkisendurskoðun kanni sérstaklega hvort þessar upplýsingar hafi verið á vitorði æðstu stjórnenda þess ráðuneytis sem stofnunin heyrir undir. Loks er óskað eftir því að kannað verði hvort það standist lög að stjórnvöld láti skattgreiðendur standa straum af rekstrarkostnaði stofnana sem skila ekki ársreikningum staðfestum af forstöðumanni.
Vinsamlegast staðfestið móttöku erindisins.Virðingarfyllst,
Róbert Bragason
F.h. Samtaka skattgreiðenda”
Sjá einnig:
Starfsemi Samtaka skattgreiðenda er rekin fyrir mánaðarlega styrki almennings. Ef þú vilt koma í hóp velgjörðarmanna okkar, er hægt að styrkja samtökin hérna eða senda okkur póst til að fá nánari kynningu á starfseminni á upplysingar@skattgreidendur.is