Samtök skattgreiðenda hafa sent Ríkisendurskoðanda eftirfarandi erindi:
,,Góðan dag,
Vísað er til erindis sem Samtök skattgreiðenda sendu Ríkisendurskoðun föstudaginn 21. febrúar sl. Nú hefur verið staðfest af Utanríkisráðuneyti að ársreikningar eftirfarandi fjárlagaliða hafa heldur ekki verið samþykktir af forstöðumanni: 03 190 Ýmis verkefni, 03 300 Sendiráð Íslands, og 03 401 Alþjóðastofnanir.
Óskað er eftir að Ríkisendurskoðun kanni málefni þessara fjárlagaliða með sama hætti.
Vinsamlegast staðfestið móttöku erindisins.
Virðingarfyllst,
Róbert Bragason
F.h. Samtaka skattgreiðenda”
Starfsemi Samtaka skattgreiðenda er rekin fyrir mánaðarlega styrki almennings. Ef þú vilt koma í hóp velgjörðarmanna okkar, er hægt að styrkja samtökin hérna eða senda okkur póst til að fá nánari kynningu á starfseminni á upplysingar@skattgreidendur.is