Samtök skattgreiðenda hafa sent sex ráðuneytum erindi þar sem óskað er eftir afriti ársreikninga sem hefur ekki verið skilað á vefsvæðið arsreikningar.rikisreikningur.is fyrir árið 2018. Beiðnin snýr að ársreikningum 26 fjárlagaliða sem hefur ekki verið skilað ef marka má upplýsingar sem fram koma á vefsvæðinu. Fjárlagaliðirnir eru eftirfarandi.

Mennta- og barnamálaráðuneyti:

  • 02 199 – Ráðstöfunarfé
  • 02 203 – Raunvísindastofnun Háskóla Íslands
  • 02 452 – Fræðslu- og símenntunarstöðvar
  • 02 919 – Söfn og menningarminjar

Dómsmálaráðuneyti:

  • 06 205 – Landsréttur
  • 06 303 – Ríkislögreglustjóri

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og Heilbrigðisráðuneyti saman, vegna fyrirrennara ráðuneytisins, Velferðarráðuneyti:

  • 08 206 – Sjúkratryggingar
  • 08 211 – Bætur vegna veikinda og slysa
  • 08 336 – Jafnréttissjóður Íslands
  • 08 379 – Sjúkrahús, óskipt
  • 08 383 – Sjúkrahótel
  • 08 403 – Öldrunarstofnanir, daggjöld
  • 08 447 – Sóltún, Reykjavík
  • 08 507 – Heilsugæslustöðvar samkvæmt reiknilíkani
  • 08 791 – Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
  • 08 851 – Atvinnuleysistryggingasjóður
  • 08 851 – Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga
  • 08 852 – Ábyrgðasjóður launa

Fjármála- og efnahagsráðuneyti:

  • 09 250 Innheimtukostnaður
  • 09 901 Framkvæmdasýsla ríkisins
  • 09 973 Tapaðar kröfur og tjónabætur
  • 09 998 Varasjóðir málaflokka

Innviðaráðuneyti:

  • 10 512 Póst og fjarskiptastofnun
  • 10 513 Jöfnunarsjóður alþjónustu

Umhverfis-, orku, og loftslagsráðuneyti:

  • 14 151 Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála
  • 14 190 Ýmis verkefni

Eins og Samtökin hafa nýlega sagt frá [1] [2], virðist nokkur misbrestur vera á því að stofnanir ríkisins hafi skilað ársreikningum – samþykktum af forstöðumönnum, í kringum árið 2017. Beiðni Samtakanna nú beinist fyrst og fremst að því að kanna í hve mörgum tilvikum það sé skýringin á því að ársreikningum hafi ekki verið skilað á vefinn.

Starfsemi Samtaka skattgreiðenda er rekin fyrir mánaðarlega styrki almennings. Ef þú vilt koma í hóp velgjörðarmanna okkar, er hægt að styrkja samtökin hérna eða senda okkur póst til að fá nánari kynningu á starfseminni á upplysingar@skattgreidendur.is