Ríkisreikningur ársins 2011 er nú loks kominn út. Erlend stórfyrirtæki með meiri umsvif en íslenska ríkið eru fær um að skila ársreikning innan 2ja til 3ja mánaða frá lokum reikningsársins. Engin ástæða er til að ætla að ríkið gæti ekki gert hið saman. Útgáfudagur á miðju sumri gæti bent til þess að ábyrgðaraðilar reikningsins velji þann tíma ársins þegar líklegast er að útgáfan veki hvað minnsta athygli. Enda ástæða til.

Ríkisreikningur sýnir enn eitt stórkostlegt tapár hjá hinu opinbera. Uppsafnaður fjárlagahalli frá hruni bankanna nemur nú yfir 600 milljörðum. Vaxtakostnaðurinn einn síðustu þrjú ár nemur yfir 200 milljörðum!

Hér má nálgast ríkisreikning ársins 2011 sem er forvitnilega lesning öllum áhugamönnum um fjármál hins opinbera og þá miklu sóun á skattfé sem reikningurinn ber vitni um. Nánar verður fjallað á vefnum um ríkisreikninginn á næstunni.