Í pistli á Huginn og Muninn í Viðskiptablaðinu er bent á kaldhæðnina í kvarti stjórnarformanns rekstrarfélags Hörpunnar undan fasteignaskattinum sem lagður hefur veirð á félagið:
„Stjórnendur ríkistónlistarhússins Hörpu eiga nú í deilum við stærsta eiganda sinn, ríkið, eftir að kynnt var nýtt fasteignamat. Pétur j. Eiríksson, stjórnarformaður Hörpu, viðurkenndi í samtali við RÚV í vikunni að fasteignagjöldin væru í dag greidd með lánum þar sem rekstur hússins stæði ekki undir þeim. Það má því segja að útilokað sé að Harpa standi undir þeim hækkandi fasteignagjöldum sem eru í farvatninu og forsvarsmenn Hörpu íhuga nú að fara með málið fyrir dómstóla enda vilja þeir að virði hússins sé metið lægra en það er í dag. Það verður óneitanlega fyndið þegar ríkistónlistarhúsið kærir ríkisákvörðun til ríkisins af því að það vill ekki greiða til ríkisins.”
Næst hlýtur að koma fram ósk um að starfsmenn verði undanþegnir tekjusköttum, félagið undanþegið tryggingagjaldi o.s.frv., o.s.frv. Enda hafa reiknimeistarar fundið út að tap er gróði og skattleysi skilar sköttum bara ef skilgreina má starfsemina sem „skapandi atvinnugrein”.