Fjölmiðlar hafa fjallað nokkuð um grein í Páls Kolbeins, starfsmanns Ríkisskattstjóra, í blaðinu Tíund. Greinin heitir Hrunið og skattarnir og ber saman skattgreiðslur mismunandi tekjuhópa fyrir og eftir hrun, og fleiri þætti. Athyglisvert er að í grein Páls kemur skýrt fram þvílík eignaupptaka svokallaður auðlegðarskattur er. Hópur fólks greiðir meira í þennan skatt en sem nemur tekjum þess, þ.e. skattlagning tekna er þannig yfir 100% í raun. Dæmi eru um að eldra fólk með takmörkuð eða engin lífeyrisréttindi, en skuldlaust húsnæði og einhverjar peningalegir eignir, greiði auðlegðarskattinn. Þannig greiða slíkir einstaklingar skatt af því sem ætlað var sem lífeyris í ellinni. Ef þetta er sjálfsagt hvers vegna eru lífeyrisréttindi þá ekki almennt skattlögð? Og hverjir eru það sem best og mest lífeyrisréttindi eiga?

Um atriði úr grein Páls má lesa á mbl.is, dv.is og ruv.is og er fróðlegt að sjá mismunandi áherslur miðlanna.

En fjallað er um fleiri þætti í greininni á öllum helstu miðlum og er því fróðlegt fyrir áhugafólk að lesa greinina sjálfa í Tíund. Segja má að greinilega komi fram það sem helst skiptir máli: tekjur hafa lækkað frá hruni og skattar hækkað. Slæmt blanda fyrir allan almenning sem hefur þurft að þola skerðingu launa vegna samdráttar í atvinnulífinu og síðan einnig hækkaðar skattaálögur.