Fjöldi bóka hefur komið út á íslensku sem fjalla að hluta, eða í heild, um skattamál. Nokkrar bækur má nefna, en frekar verður fjallað um bækur, rannsóknir, greinar og aðra umfjöllun í pistlum hér á heimasíðu Samtakanna þegar fram í sækir.

Bækur sem kenna ætti í Hagfræði 101:

Ábyrgðarkver. Bankahrun og lærdómurinn um ábyrgð eftir Gunnlaug Jónsson

Hagfræði í hnotskurn eftir Henry Hazlitt

Áhrif skattahækkana á hagvöxt eftir Hannes H. Gissurarson

Umfjöllun um eitt stærsta mál Íslandssögunnar þegar íslensku skattgreiðendum var ætlað að taka á sig afleiðingarnar af gjaldþroti einkabanka:

Icesave samningarnir – Afleikur aldarinnar eftir Sigurð Má Jónsson