Frábæra umfjöllun og mynd er að finna á vef Sigríðar Andersen um nýja 10.000 króna seðilinn, en hún birti einnig grein í Morgunblaðinu í síðustu viku um málið

Á vef hennar  fer að finna þennan pistil samfara myndinni af seðlinum:

 

“Stjórnvöld hafa boðað útgáfu 10 þúsund króna seðils.

Hér eru tvö dæmi um að hvaða gerist þegar menn reyna að skapa verðmæti í þjóðfélaginu í dag og selja út vinnu sína fyrir 10 þúsund krónur.

Annars vegar er um að ræða heimili þar sem hjón hafa 400 þúsund krónur hvort í laun eða samtals 800 þúsund, eiga fjögur börn á heimili og skulda 20 milljónir króna vegna í húsnæðis. Þegar annað hjónanna selur vinnu sína fyrir 10 þúsund krónur til viðbótar er hirtur af fjárhæðinni virðisaukaskattur, tryggingagjald, iðgjöld í lífeyrissjóð, tekjuskattur (46,20%) og að lokum skerðast vaxta- og barnabætur um 15% af hinum auknu tekjum. Eftir stendur þá aðeins 2.941 króna.

Hins vegar er um að ræða eina fyrirvinnu með 950 þúsund krónur í heildartekjur en maki er alveg tekjulaus. Þau eiga einnig fjögur börn og skulda 20 milljónir króna vegna húsnæðis. Þegar fyrirvinnan selur vinnu sína fyrir 10 þúsund krónur til viðbótar er hirtur af fjárhæðinni virðisaukaskattur, tryggingagjald, iðgjöld í lífeyrissjóð, tekjuskattur (40,24%) og að lokum skerðast vaxta- og barnabætur um 15% af hinum auknu tekjum. Eftir standa þá aðeins2.549 krónur, líkt og sjá má á myndinni hér að ofan.

Forsendur fyrir þessum dæmum má finna hér.”