Að undanförnu hefur nokkuð verið fjalla um skattamál í viðskiptablaði Morgunblaðsins. Þar mátti meðal annars sjá umfjöllun um rannsókn sem endurskoðunarskrifstofan PWC, gerði árið 2011. Þar er borin saman hversu mikil fyrirhöfn það er fyrir ímyndað fyrirtæki að að standa skil á öllum sköttum og gjöldum. Þetta setur áhugaverða vídd inn í skattaumræður með þvi að bæta við þeim mikla kostnaði sem kemur með því að fylgja öllum reglunum í þaula. Rannsóknin ekur til fjölda landa, eins og sjá má hér .
Almennt virðist samband milli þess að lönd með hærri skatta gera líka fyrirtækjum erfitt fyrir um að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynlegt er til að skila skattaupplýsingum o.s.frv.. Ísland fær ekkert sérlega góða einkunn á þessu prófi þó menn vilji stundum meina að skattkerfið okkar sé svo einfalt og aðgengilegt.